sunnudagur, ágúst 31, 2003

ég get náttúrulega ekkert verið að leita að heimildum þegar ég á eftir að lesa sum blogg marga daga aftur í tímann. Annars finnst mér einn kostur við þessa fjarbúð og hún er sá að þegar við hjónin erum saman núna hefur maður miklu meira vit á að nýta tímann. Ekki það að sumum finnst við nú alveg kjassast nógu mikið fyrir (já þú Ásta ;)) en núna er það ennþá meira, alveg hrikalega skemmtilegt. Í gær skelltum við okkur á þessa Akureyrarvöku það var helvíti gaman, sérstaklega af því við höfðum vit á að mæta seint og illa og vorum ekkert orðin þreytt þegar á leið. Hittum fullt af skemmtilegu fólki þó skemmtilegi skiptineminn sem spilaði á píanóið á bláu könnunni hafi vissulega staðið upp úr, plús hvað hann er sætur ;)

Rosalega er langt síðan ég hef bloggað, hef ekkert farið á netið í rúma viku. Ætla að reyna að komast að því hvernig þetta kerfi virkar þarna á Hvanneyri, tölvusérfræðingurinn var í fríi í síðustu viku til að horfa á heimsmeitararmótið í frjálsum, en þetta stendur allt til bóta. Mér lýst bara ágætlega á þetta, er náttúrulega ekki í skýjunum en það er nú heldur ekki svo mjög í eðli mínu, eða ég held allavega ekki. Er samt búin að læra alveg rosalega mikið á einni viku og hafa það bara mjög fínt, búin að fara í gönguferð meðfram Langá, skoða Borgarfjörðinn hátt og lágt og læra rosamargt um hann, bara rosafínt.
Varð nú samt að skella mér heim aftur um helgina, maður verður að venja sig rólega við. Er að leita mér að heimildum um skógrækt á Íslandi og glansmispil (sem er einhver runnategund), þannig að gamanið hefur þegar byrjað. Vonandi verður næsta færsal mín fljótlega og ekki frá Gránu 27 heldur Hvanneyri.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Hrikalega fyndið, ég stóð í þeirri meiningu að ég væri að fara í landbúnaðarháskólann á Hvanneyri þó fólk sé alltaf að kalla þetta Bændaskólann. Héðan í frá kalla ég þetta líka Bændaskólinn, eftir að ég fékk veglegan pakka frá Búnaðarsambandinu sem innihélt bréf sem óskaði mér góðs gengis með námi (já það er ennþá landslagsarkitektúr), handbók bænda 2003 og tvö eintök af Frey (sem er búnaðarrit), þá er mér endanlega orðið ljóst að það þarf meira en nýja nafngift til að breyta því að þetta er fyrst og síðast bændaskóli. Ekki að mér finnist neitt að því bara frekar fyndið, var að segja vinkonu minni þetta (stínu sætu) og hún fékk þvílíka hláturkastið, spurði hvort ég yrði að vera í lopapeysu og gúmmískóm til að vera gjaldgeng (hún er sko versló pía). Held að þetta sé nú ekki alveg svo slæmt, þá verð ég allavega að drífa mig að læra að spinna því ég á enga lopapeysu og ekki neina gúmmískó heldur en mamma á svo mörg pör að ég fengi kannski bara eitt hennar lánað ;)

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Jæja þá er síðasti klukkutíminn af síðasta vinnudeginum að byrja, mjög skemmtilega tilhugsun, ég er samt fegin að það hefur ekki verið neitt í gangi no good byes, þá verð ég bara klökk og vesen. Þegar enginn virðist gera sér grein fyrir að maður sé að fara er það einhvern vegin miklu auðveldara, en líka frekar leiðinlegt en það verður bara að hafa það.
Annars er ég einstaklega geðvond þessa dagana, er í gránufélgasfílingnum eins og Óskar kýs að kalla það, mér finnst allir eitthvað svo andstyggilegir og tilætlunarsamir og ég er bara pirruð yfirhöfuð, en það líður víst hjá. Svo fer bara að styttast í skólann og læti en ég forðast eftir fremsta megni að hugsa um það mál, gæti verið einhver orsök pirrings míns. Fyrir utan að kannski verður ekkert úr plönunum mínum af því ég er búin að tína húslyklunum sem mér voru afhentir mjög hátíðlega.

Ég les stundum femin, já já, stundum les ég of mikið af því maður fær alls konar ranghugmyndir þar inni. Ekki að kerlingarnar þar séu neitt heimskar eða þannig bara kannski að ganga í gegnum aðra hluti en maður sjálfur, t.d. framhjáhald og svona. En ég les líka börn og þann pakk, bara sem ábyrg frænka og tilvonandi móðir (einhvern tíman, vonandi) og þar finnst mér alveg merkilegt hvað þessar kerlingar þurfa alltaf að fá samþykki annarra fyrir því sem þær gera. Ekki að það sé neitt að því að heyra hvernig aðrir hafi það en er ekki ráð að gefa syni þínum graut tvisvar á dag ef hann hefur lyst á honum. Æi ég veit það ekki vona allavega að ég verði ekki svona óörugg móðir, kem til með að taka mér Helgu sætu mér til fyrirmyndar, þar er ekkert stress hvort það sem hún sé að gera standi ekki örugglega í öllum bókum og eitthvað bla. Kannski er það bara eðlilegt að vera svona óöruggur sem móðir ég veit nú minnst um það, kannski er mín hugmynd af móðurhlutverkinu bara einhver tálsýn en ekki byggð á raunveruleikanum. Það á nú allt eftir að koma í ljós.

mánudagur, ágúst 18, 2003

Nenni eiginlega ekki að skrifa neitt en er orðin þreytt á að hafa þetta tequila drasl svona ofarlega. Náði að taka aðeins til hérna uppi hjá okkur, það er sem sagt hluti af því sem mig langar að vera búin að þegar ég fer suður næstu helgi, eftir viku já já. Nenni ekki að vera að koma heim í eitthvað drasl og svona, allavega ekki að mitt dót sé allt í fokki.
Er eiginlega ekkert farin að hugsa um þennan skóla, er eitthvað svo mikið að gerast hjá mér og svo er ég ekki það spennt fyrir þessu dóti. Er aðallega að hugsa um allt sem mig langar að gera áður en ég fer, en það er nú ekki eins og maður sé að fara langt eða að það sé langt í að maður komi aftur.

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Hrikalega er skemmtilegt að vera túristi í Reykjavík, gerði margt í dag sem ég hef aldrei gert áðusr í Reykjavík. Fór á Kjarvalsstaði, í Hallgrímsskirkju, á ljósmyndasýninguna á Austurvelli og í Nóthólsvík en ekkert af þessu hef ég gert áður, svo labbaði ég líka í fyrsta skipti með barnavagn í miðbænum og skoðaði götur sem ég hef aldrei gengið áður, rosalega gaman.

sunnudagur, ágúst 10, 2003

You're a tequila sunrise, tequila, orange juice and a grenadine sunrise.  One of the most popular cocktails your friends mean the world to you and you're always eager to entertain them. %
""Which cocktail are you?""

brought to you by Quizilla


Það er svo rosalega langt síðan ég tók próf að ég læt eitt flakka þó ég hafi tekið það áður, held meira að segja að niðurstaðan sé sú sama.

Jæja þá er maður hérna í borg óttans, reyndar finnst mér hún nú reyndar aldrei þessu vant ekkert óttaleg. Gerðist meira að segja svo kræf að hætta mér út á lífið hér í borg (annað skipti okkar hjónanna saman) enda var tilefnið gott. Fórum á GEÐVEIKA tónleika hjá 200.000 naglbítum ég hef aldrei skemmt mér eins vel á tónleikum og staðreyndin að vissar fyrverandi væru að afgreiða á barnum breyttu engu um það mál. Ég get ekki beðið eftir að diskurinn komi út og það þarf eitthvað mjög alvarlegt að koma upp til að ég mæti ekki á útgáfutónleikana. Svo sátum við lengi og kjöftuðum saman svo var farið eina ferð í bæinn að fá sér Kebab og vöfflu. Já ég veit það hljómar fáránlega að fá sér vöfflu milli fjögur og fimm að nóttu til, enda hlógum við ógurlega að þessum vitleysingum sem voru að fá sér belgíska vöfflu um miðja nótt, svo þegar maður var búinn með Kebabinn þá vantaði smá eftirmat og hvað er betra en vaffla? Fátt en ég hugsa samt að ég leggji þetta ekki í vana minn, hvorki að fá mér vöfflu né að vera að þvælast í bænum um miðjar nætur. Var reyndar ekkert timbruð í dag þrátt fyrir sæmilega ölvun en er búin að vera alveg ónýt að gera nokkuð, búin að leggja mig hundrað sinnum og bara frekar slöpp. En gærkvöldið var algjör snilld og ég skildi vera slöpp í viku fyrir að upplifa það aftur.

Kom við í Borgarnesi á leiðinni hingað á föstudaginn, hitti Evu sætu og sá íbúðina sem ég verð í fram að jólum allavega. Lýst rosalega vel á þetta og er miklu jákvæðari núna en ég var, þvílík snilld að fá að búa með svona æðislegri konu og ég er viss um að þetta eigi eftir að verða mjög skemmtilegur vetur.
Svo af því ég var að tala um eyðluna á mér og okkur hjónunum þá náttúrulega var tekið smá kaupæði hérna í gær helstu verslunarmiðstöðvar skoðaðar og margt og mikið keypt.
Hrós dagsins og bara mánaðarins fær minn heittelskaði fyrir að dandalast allan daginn með okkur Helgu og Sunnu og vera ekkert nema skemmtilegheitin og liðlegheitin. Óskar ég elska þig, (lesist eins og þegar Bubbi segir "Brynja ég elssska þig").

föstudagur, ágúst 08, 2003

London babie, já já það er náttúrulega ekki að spyrja að því að daginn eftir að Auður planar að spara geðveikt og svona þá eyðir hún geðveikt. Keypti rétt í þessu ferð til London í haust, nánar tiltekið á brúðkaupsafmælinu okkar.
Ég fór á þessa frægu handverkssýningu í Hrafnagili í gær, alveg finnst mér fáránlegt að rukka fólk inn, þeir sem eru með bása eiga náttúrulega að reyna að selja upp í kostnað en ekki að haldarar græði á tá og fingri. En mér fannst þetta frekar einhæft eitthvað, eins og alir séu annað hvort að vinna með gler eða leir, var voðalítið af náttúrulegum munum nema einn gamall maður sem var með skeljar og ýmislegt töff úr þeim, þannig að mér sýnist bara að það gæti verið markaður fyrir draslið sem ég geri stundum, allavega miðað við þetta úrval.

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Ég er með svo mikla útþrá þessa dagana að ég er að geðveikt að plana, spurning hvað maður gerir. Þoli ekki að fá ekki almennilega díla hjá þessu blessaða fyrirtæki hérna, kannski maður fari bara í bústað eða eitthvað.

Þegar þessi dagur er búinn á ég bara 3 daga eftir hérna, get varla beðið, þó þetta sé fínt þá er maður bara komin með leið á þessu og bíður spenntur eftir að eitthvað annað taki við.
Samt er ég með eitthvað ægilega í maganum yfir að fara á Hvanneyri, er hrædd um að þetta verði sömu vonbrigðin og að vera í HA, veit ekki what the fokk ég á að gera ef það endar þannig, kemur í ljós. Svo er ég eitthvað fáránlega óörugg með mig þessa dagana lýsir sér best í afbrýðisseminni sem er að krauma í mér annars lagið, en það hlýtur að skána með tímanum. Ætla að heyra í henni Ernu minni og reyna að fá einn eða tvo tíma hjá henni á næstunni, það væri voða notalegt, gaman líka að heyra hvað hún hefur að segja núna, vonandi eitthvað annað en í vor því mjög margt hefur breyst, ekki allt en slatti samt.

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Jæja þá er þessi helgi liðin, brúðkaupið gekk rosalega vel og var hrikalega fallegt og skemmtilegt og bara frábært í alla staði. Vala er fallegasta brúður sem ég hef séð held ég, svona hefðbundna hvítt og slör og læti. Allir virtust vera ánægðir með matinn og skemmtiatriðin og skreytingarnar og bara allan pakkann. Svo kom ég brúðhjónunum aðeins á óvart um kvöldið var búin að undirbúa heimkomu þeirra aðeins, mjög gaman að því. Á reyndar eftir að heyra hvernig þeim leist á brúðkaupsgjöfina frá okkur en það kemur í ljós, væri nú ekki mikið að velta því fyri mér nema vegna þess að það voru tvær myndir sem ég málaði sjálf og þess vegna hefur maður meiri áhyggjur af hvað fólki finnst, er frekar persónulegt svona.
Svo var partý í Vaglaskógi á Sunnudeginum, mjög fínt. Þegar við vorum að tjalda var þar miði síðan í Vaglaskógi fyrir 6 árum síðan, tjaldið hefur ekkert verið notað síðan og glöggir lesendur eru fljótir að reikna það út að það mun hafa verið sumarið sem við Skara kynntumst. Svo planið er að gista aftur þar eftir 6 ár næst sem sagt 2009, vörðurinn sagðist vera til í að gefa okkur góðan díl ef við myndum borga núna ;)
En svona án gríns þá var þetta í fyrsta skipti sem við Skara gistum í tjaldi saman hérna á Íslandi, höfum verið í Austurríki og Ítalíu, gaman að því.

föstudagur, ágúst 01, 2003

Shit maður, þvílík ausandi rigning, bara eins og hitaskúr í Munchen, held ég hafi aldrei séð svona mikið hérna á Akureyrinni. Vá hvað allir eru komnir í frí í dag, síminn er búinn að hringja einu sinni á síðustu tveimur tímum