þriðjudagur, september 30, 2003

Ok eitt sem ég er búin að taka eftir og langar að vekja máls á, ætli Logi sé hættur hjá sjónvarpinu? eða kannski í barneignar fríi!!!! Hann hefur ekkert verið á skjánum síðan forsíðufréttin var í séð og heyrt, mér fannst þessi frétt frekar laim sko en ef þetta er satt er það náttúrulega hneyskli fyrir þau bæði.
Núna er físflið hann Hannes H. Gissurarson að blaðra í Kastljósinu, þetta er bara eintal, ef stjórnendurnir ætla að reyna að koma einhverju að þegar hann er að tala er bara talað hærra og hraðar til að ljúka sína af. Mér finnst hrikalega fyndið að fjölskyldan hans Halldórs Laxness skuli hafa lokað á aðgang hans að þessu, einfaldlega vegna þess að ég þoli manninn ekki. Svo sagði dóttir Halldórs í útvarpsviðtali í gær eða einhver tíman þegar hún var spurð hvort þetta væri gert sérstaklega gegn Hannesi að enginn af hennar vinum myndu kæra sig um að láta hann skrifa um pabba sinn, heyr heyr.

Er fyrir sunnan hjá litlu fjölskyldunni núna, var að skoða nýju íbúðina þeirra Sigrúnar og Gulla, greinilegur Tarsan fílingur í gangi þar maður, hrikalega fyndið. Svo fórum við með Sunnu litlu til læknis og það var nú meira, ég er ekki að djóka með að við biðum í tvo tíma, frekar langir klukkutímar sko. Ég hafði hugsað mér að fara á eitthvða skrall í kvöld, sem felst í því að heimsækja einhverja og svona, veit samt ekki hvort ég verð í stuði, sé til.
Jæja best að klára greinargerð um safnaferð sem við fórum í á föstudaginn, var löng en fróðleg og ég er mikið fróðari. p.s. Eva ég hélt að þú værir meistari að "eyða" í skápa, en þú hefur ekki bara verið toppuð heldur tvöfölduð, til hamingju Bjarkey með nýja titilinn.

Hrikalega hlakka ég til, það verður nefnilega reunion Bachelor-klúbbsins frá í fyrra, það verður geggjað stuð. Er einmitt ekki að fíla það að horfa ein á Bachelor, er meira að segja búin að hringja í Ingu mína einu sinni yfir Bachelor bara af því við vorum svo lonely að horfa einar, kannski pínu pathedik en samt miklu meira krúttlegt. En allavega verður horft á næsta Bachelor í góðum félagsskap og kannski borðað eitthvað gott með, þið sem eruð í klúbbnum og lesið þetta í dag þá ætla ég að bjalla í ykkur í kvöld með frekari plön.
Annars er ég nú yfirhöfuð frekar lonely þessa dagana, er örugglega að byrja á túr eða eitthvað allavega er geðið stundum alveg að gefa sig, svo fer gjörsamlega ALLT í taugarnar, bara að nefna það og það pirrar mig.

En aldrei þessu vant ætla ég ekki að væla meira heldur bara að fara í búðina og fá mér eitthvað að éta og líma svo saman módelið mitt og fara svo í teiknin tíma sem er geggjað skemmtilegt, er nefnilega að verða svöng og það gerir mig ennþá verri í skapinu og má ég nú síst við því.

miðvikudagur, september 24, 2003

Ég á að vera í vistfræði tíma en ákvað að skreppa aðeins niður og dunda mér, ég meika ekki 3-4 tíma fyrirlestra þó þeir sé3u allt í lagi áhugaverðir og svona, er búin að gera tvær skissur í morgun sem er fínt. Við eigum sko að gera eina skissu á dag í teikni áfanganum, rosalega skemmtileg heimavinna, en samt einhvern vegin verður maður á eftir, alveg ótrúlegur andskoti.
Ég er búin að vera að hugsa um blogg og svona, margir sem eru með fordóma fyrir þessu, ekki að það skipti mig máli en fékk mig samt til að hugsa. Ég hef til dæmis ekki bloggað neitt mjög persónulega upp á síðkastið en finnst það samt einhvern veginn miklu skemmtilegra, bæði aflestrar og að skrifa það. Samt svo erfitt að byrja aftur á því, kannski bara spurning um að láta vaða.
Til dæmis í sambandi við allar þessar óléttur, sem hafa nú verið smá mál hjá mér, þá gladdist ég fyrir flestra hönd, ekki reyndar frændans sem er 17 og kærastan 15, en ok. Það sem mér sárnaði var að fólk virðist ekki treysta sér til að tala um þetta við mig, reyndar fékk tengdamamma aukaprik fyrir að viðurkenna það og ég var nú bara pínu fegin að frétta sumt beint frá Óskari mínum, en samt sárnar mér pínu að fólk skuli ekki segja mér það sjálft. Ok þarf kannski ekki að hringja sérstaklega í mig en allavega ef ég hitti það finnst mér ok að segja það to my face, ég bara fíla engan veginn að vera viljandi haldið utan við málin. Kannski er mér ekki viljandi haldið utan við þau, bara vill svo til og ég er extra viðkvæm fyrir því, það gæti líka verið.
Svo er ég alveg að fríka út yfir að vera svona langt í burtu frá skara, er búin að sjá það að fara norður aðra hvora helgi er algjört lágmark, munaði mjög litlu að ég hefði brunað norðu í gær og ég sé geðveikt eftir því að hafa leyft skynseminni en ekki hjartanu að ráða, en ég læri bara af því og gengur betur næst.
Síðasta innputið mitt í dag verður um Judging Amy, ég var í skýjunum eftir síðasta þátt yfir þeim, en nei svo kysstust þau bara, shit hvað ég var fúl og nýjasta nýtt er að hann er að fara að vinna aftur hjá henni sem þýðir að þau geti ekki verið saman, ég þoli það ekki, vil að þau verði par en ekki vinnufélagar og hana nú.

laugardagur, september 20, 2003

Ég er búin að hafa það hrikalega gott í dag, bara að dúlla mér með litlu dísina og aðeins getað lært og aðeins getað horft á imbann og allur pakkinn bara, mjög fínt. Er samt farin að sakna Óskars míns mjög mikið og sérstaklega í ljósi þess að ég fer líklega ekki norður næstu helgi heldur, en svona er þetta pro´s and con´s of living apart. Það verður líka rosa mikið að gera næstu tvær vikurnar í skólanum, ætla að hanna garð fyrir okkur Skara í ellinni og gera módel af honum og læra og bara njóta lífsins.

föstudagur, september 19, 2003

ok ég held ég eigi krúttlegustu frænku í heiminum, er núna hjá Sunnu litlu og hún er orðin svo stór og þung og sterk og dugleg og bara yndisleg, er vikrilega orðin bara að lítilli manneskju. Ekki að hún hafi ekki verið það áður fyrr en núna er hún farin að standa og skríða og er bara rosadugleg. Þó það sé ekki langt síðan ég sá hana síðast eru þessi litlu kríli ekkert smá fljót að þroskast og stækka, segi bara að sem betur fer er ég ekki lengra í burtu myndi aldrei meika það.

Er sem sagt í borg óttans og hef það rosafínt, kom í gær eftir að hafa farið á skagann þar sme ég frétti að böns af liði í móðurfjöslkyldunni hans Óskars er óléttur, ekki að spyrja að því, þetta hafa alltaf verið eins og kanínur þarna, gaman að því bara. Svo gisti ég hjá Tengdó gömlu, gaf henni tvær afmælisgjafir og svona, eina nýja og aðra sem ég var búin að gefa henni áður núna bara endurgerð, hún mundi nú ekki einu sinni að hún á afmæli bráðum, það kallar maður sko surprisegjöf.

Annars eru helstu fréttirnar þær að ég er bara alveg ferlega hamingjusöm, var á GEÐVEIKU þæfingar/flókanámskeiði í gær og er gjörsamlega ástfangin, við erum að tala um að ég þurfti að fara fyrir framan spegil á klósettinu og tala við sjálfa mig til að róa mig niður, bara til að gera mig ekki að fífli með fagnaðarlátum, ég var álíka spennt og krakki í sælgætisbúð sem veit að hann má borða eins mikið og hann getur í sig látið. Enda fór ég strax í morgun og keypti mér ull og ætla að reyna að þæfa aðeins í kvöld, ef einhvern langar í eitthvað gert úr ull; tösku, sjal, trefil, listaverk, tösku, eða bara hvað sem er þá er ég til fyrir rúmlega efniskostnaði (892 1870).

Jæja ætla að fara að leika góðu frænkuna, sem felst í því að setja litlu dísina sem sofnaði í fanginu mínu áðan í rúmið.

mánudagur, september 15, 2003

Var í fyrsta tímanum áðan af fríhendisteikningu, ekkert smá spennandi og skemmtilegt. Vorum að lita einhverja kassa og bara skemmtilegt, erum komin með dagbók þar sem við eigum að teikna eitthvað helst á hverjum degi fram að prófum, það verður rosalega skemmtilegt held ég, svo ég bíð bara spennt eftir að sjá hina tvo áfangana sem ég verð í núna.
Annars átti ég rosalega góða og langa helgi, gerði bara það sem mér datt í hug, eða svona næstum því. Hitti afa og ömmu helling, rosalega mikið af vinkonum mínum, ekki allar reyndar en samt, horfði á vídeó fram á miðjan morgun, spilaði, fór á kaffihús, út að borða bara allur pakkinn, enda er ég alveg endurnærð og jafnvel að hugsa um að fara ekki norður næstu helgi. Verð að passa litlu dísina hennar Helgu eitthvað og bara skemmtilegt held ég.

miðvikudagur, september 10, 2003

Shit hvað mig vantar að komast yfir það hversu léleg þjónustan er hérna á Hvanneyri og hvað þetta er mikill sveitaskóli, til dæmis er bókasafnið alltaf lokað í hádeginu og það er ekki eins og það vinni bara ein manneskja hérna, þannig að maður hefði haldi að það ætti að vera auðvelt að hafa allavega eina við allan tíman. Var að nefna það við einhverja kerlingu hérna og svarið var nei það er ekki hægt, bless farðu út af bókasafninu af því ég er að fara að loka. Mjög tæknivætt og nútímalegt.
En burt séð frá því hef ég það bara ágætt, sérstaklega í ljósi þess að veðrið er frábært og ég kemst að öllum líkindum heim á morgun. Einkennilegt, mér finnst ég alltaf vera að blogga um að fara heim eða vera að koma að heiman, kannski vegna þess að líf mitt snýst ansi mikið um það þessa stundina. En í dag er næst síðasti dagurinn í þessum undibúningsáfanga og í næstu viku byrjar loksins kennslan, það er að segja að þá fæ ég loksins að kynnast því sem ég er að fara að læra.
Annars komst ég að dátlu fyndnu í gær, ekki að það sé kannski fyndið í sjálfu sér heldur hef ég bara ekki lent í því áður, ég held að ein stelpan hérna sé lessa. Sem er bara fínt mál og ekkert út á það að setja, nema þegar ég fór að spyrja hana hvaðan hún kæmi og svona þá sagðist hún hafa búið hjá vinkonu sinni, var sem sagt frekar að leyna kynhneigð sinni en hitt, sem ég skil mjög vel. Mér fannst það bara pínu fyndið af því ég þekki eiginlega engar lessur og alls ekki af eigin raun heldur bara "afspurn". Jæja best að halda áfram að móast í þessum blessaðað skóla hérna.

mánudagur, september 08, 2003

Vá hvað þetta var erfið helgi og skemmtileg, ekkert smá mikið gert og erfitt og frábært. Enda var ég gjörsamlega úldin í gær á leiðinni hingað suður, týpískt að veðrið sé alveg himneskt þegar mann langar ekkert meira en að skríða upp í rúm og undir sæng. Er búin að vera úti í allan morgun í ratleik og skemmtilegheitum, mjög gaman í góða veðrinu, þannig að kannski get ég lagt mig á eftir með góða samvisku.

Það sem mér finnst helst standa upp úr eftir helgina er hversu duglegur Óskar var og jákvæður út í gegn og hvað það allir voru ánægðir á laugardaginn með nýju réttina heima og veitingarnar og skemmtilegt bara. Svo fórum við í partý í Svarfaðardalunum sem var mjög skemmtilegt, Óskar fór á kostum (alla nóttina líka, þá meina ég ekki kynferðislega) var frekar slappur í maganum greyið. Skil ekkert í því ;) hélt einmitt að ómælt magn áfengis, tóbak og ógeðisdrykkur (skyr, vodki, bjór, kanill, steiktur laukur, hvítlaukskrydd, olía o.fl.) væri einmitt það sem maður þarf þegar engin orka er eftir í líkamanum.
Annað sem maður kemst alltaf best að í göngum og réttum er að maður kemst ótrúlegustu hluti á skapinu einu saman. Ég til dæmis er ekki í sérstaklega góðu formi og alls ekki létt á mér, en tókst að skokka upp í fjall öskrandi á menn og rollur, með beinverki og hálsbólgu á svo stuttum tíma að vanur skáti var dauðskelkaður, enda verð ég líklega lengi kölluð snarbrjálaða kerlingin í þeim hópi. En skítt með það ég bjargaði allavega fyrirstöðunni og þetta blessaðist allt saman að lokum.
Núna ætla ég að reyna að drífa mig að gera eitthvað af þessum verkefnum, ef ég er dugleg þá kemst ég kannski heim um hádegi á fimmtudag og þarf EKKERT að gera alla helgina, það hljómar alveg einstaklega vel núna.

fimmtudagur, september 04, 2003

Þá bloggar maður loksins hérna fyrir sunnan, passar ég er einmitt að fara að bruna norður í brjáluðu veðri, bara gaman að því. Sit niðri í kjallara á heimavistinni, þar sem öll kennslan okkar fer fram, og er í einni af tíu tölvum skólans. Frekar fyndið mál og eiginlega ekkert skrýtið þessi mikli bændastimpill sem skólinn hefur fengið á sig, til dæmis er hver einasti kennari búinn að bísnast yfir því hvað við séum rosalega mörg, við erum sem sagt 40 nýnemar í ALLRI háskóladeildinni. En á móti kemur að þeir leggja sig allir fram um að læra nöfnin manns og mórallinn er ALLT öðruvísi, sem er mjög fínt að mínu mati.
Djöfull er ég pissed út í HA, sem eru í sjálfu sér engar fréttir, nema að núna er ég pissed fyrir hönd míns heittelskaða, skítapakk og þessi helvítis mafía sem mér er nú tíðrætt um hún er geðveik, einum of augljóst að það er ekki sama hvort maður er jón eða séra jón. Jæja nóg um það, hrikalega skemmtileg helgi framundan og ekkert nema gleði, sérstaklega í ljósi þess að ég þarf ekki að ganga, sem fáir ef nokkur gerir sér grein fyrir hvað er mikil kvöð í mínum huga.