miðvikudagur, október 29, 2003

Hér hefur bara ríkt mikil þögn upp á síðkastið, enda hef ég haft alltof mikið að gera við að gera ekki neitt síðan ég kom suður. Að gera ekki neitt felst sko í því að stússast með systkinabörnum mínum og Óskars og slæpast með Skara í borg óttans og láta tengdó gömlu þvo af mér og elda ofan í mig (þvotturinn er sko á Óskars ábyrgð fyrir þau ykkar sem voruð búin að gleyma því, slíkt myndi ég sko ekki gera ;)) Hrikalega finnst mér notalegt að dnadalast með litlu prinsessurnar, endaði líka með því að ég tók Konný með mér að skoða nýtt hús í Mosó, hrikalega er það flott og ég er orðin gjörsamlega veik að komast í eitthvað nýtt og flott til að geta keypt mér nýtt dót og svona. Við Óskar erum búin að vera að skoða alls konar innréttingar og borðbúnað og bara að láta sig dreyma, það er ekkert smá gaman.
Svo hef ég aðeins skotist upp á Hvanneyri, reif mig til dæmis upp klukkan 7 á mánudaginn til að mæta í hópavinnu þars sem fólk mæti vægast sagt mjög illa, áttum að vera fjórar en urðum tvær eftir að ég beið í 1 1/2 tíma eftir hinni sem þóknaðist að mæta, Akranespíurnar ekki vinsælar þann daginn get ég sagt ykkur. Svo er ég að fara uppeftir á morgun og svo er það bara London baby.
Ef ég dett einhvers staðar á netkaffi úti má ég nú til með að skrifa nokkrar línur, annars lofa ég engu um að segja ítarlega frá ferðinni, fer allt eftir Lust und Laune, en ég á allavega brúðkaupsafmæli á fimmtudaginn og ætla að hafa það rosa gott í london í tilefni þess, fara eitthvað fínt út að borða og bara gleði.

föstudagur, október 24, 2003

Jæja mér finnst ég nú eiginlega vera farin að skulda smá blogg, er búin að vera fyrir norðan alla þessa viku og meira og minna bara hafa það rosagott. Hef aðeins verið að ala litla hvolpinn upp með bara ágætis árangri þó ég segi sjálf frá, svo hef ég verið að þæfa, er búin að þæfa mér alveg geðveikt flott sjal þó ég segi sjálf frá, en ég hef voða lítið lært, verð einmitt að klára að teikna í dag. Við Skari erum að fara saman suður á morgun í afmæli og svo bara hann að dúlla sér og ég í skólanum næstu viku og svo er það bara London baby á fimmtudaginn, hrikalega verður það gaman maður, get ekki beðið.

Svo hef ég verið að lesa nokkra svona ég-100 lista og ætla að gera einn slíkan sjálf á næstunni, ég er nefnilega alveg hæfilega mikill egóisti til þess að hafa gaman af því, og þar sem ég er frekar mikill egóisti stundum þá ætla ég ekki að hafa þetta neina upptalningu á veraldlegum hlutum heldur reyna að setja þarna inn hluti sem ég á erfitt með að viðurkenna, suma fyrir sjálfri mér aðra fyrir öðrum og svona, þannig að þetta verður örugglega frekar væmin lestur, en með þessum formerkjum tekur þetta pínu tíma og mig langar að gera þetta "vel" (sem þýðir í rauninni að mig langar að græða eitthvað á þessu þó það þýði kannski að blammera sig fyrir einhverjum).

fimmtudagur, október 16, 2003

Vorum að fá nýtt verkefni í dag, eða eiginlega í gær en ég var bara veik heima (fékk mjög svo skemmtilegt tak í bakið og lá á hitapúða heima, mjög gaman), eigum að hanna torg hérna á Hvanneyri, það er ekkert smá spennandi og við erum með alveg geggjaða hugmynd sem okkur tekst vonandi að útfæra á flottan hátt, jæja ætla að skella mér heim að vinna eitthvað aðf þessum verkefnum svo ég hafi sem allra minnst að gera í næstu viku. Get ekki beðið eftir að komast heim og dúlla mér, svo er kominn nýr íbúi í Gránu 27, lítill íslenskur hvolpur, ekkert smá mjúkur og sætur, á aðeins eftir að læra húsreglurnar skilst mér en það hlýtur að koma, hann er svo ungur ennþá þetta krútt.

Ég ætlaði ekkert að blogga í dag, er að berjast við að klára verkefni og lesa og svona svo ég geti verið í fríi í næstu viku, en ég bara verð að óska Dagnýju til hamingju með óléttuna, vonandi koma litlu krílin bara í hrúgum núna í g-inu.

laugardagur, október 11, 2003

oh hún Sunna litla er svo mikið krútt og ég er svo heppin að fá að vera mikið með hana þegar ég er hérna fyrir sunnan, líka eins gott ég væri ekki sátt við eitthvað annað, þegar ég eignast börn vona ég að þau verði eins brosmild og dugleg og æðisleg og litla frænka mín.
Fékk heimsókn frá Þórdísi í gær, foreldrarnir hérna eru svo duglegir að læra sko, og við horfðum á í skóm drekans (heimildarmyndin hennar Hrannar um fegurðarsamkeppnina). Maður heyrði bara af þessu í umræðunni og vissi voðalítið um þetta en núna er ég mun fróðari. Mér fannst þetta bara helvíti góð mynd, sýndi samt voðalítið eitthvað hneykslanlegt og alls ekki einhver stóra sannleikann sem maður vissi ekki um, en ég sá líka af hverju allt fór svona upp í loft með þessa mynd eins og það gerði. Hún sem sagt fór í einhver útvarpsþátt og gjörsamlega blammeraði keppnina, var í fýlu yfir að komast ekki að einhvers staðar annars staðar og hegðaði sér bara eins og versta frekjudós, þetta útvarpsviðtal sem sagt gerði allt vitlaust. Mér fannst samt rosagott hjá henni hvað hún virðist hafa verið hreinskilin við gerð myndarinnar, var alveg komin á það að hana langaði bara að vinna og var geggjað svekkt og svona og líka bara að sína sjálfa sig í frekjukastinu (ég t.d. hefði ekki verið neitt að flýta mér að gefa frekjuköstin mín út sko), en allavega bara fínasta mynd og hún kemur eiginlega mikið betur út úr henni heldur en viðtöl sem hún hefur verið í og svona.
Við hjónin erum sko ekki að spara á því að ég sé fyrir sunnan, plottið á að vera að spara bensín, ég versla svo mikið. Samt enga skápa ;) og líklega ekki svo mikið en samt ég er ekki vön að kaupa mér eitthvað sem mig langar í en vantar ekki bráðnauðsynlega þrjá daga í röð. Var til dæmis að kaupa mér matreiðslubók áðan, frá mið austurlöndunum geggjað töff, segir frá löndunum og hráefninu og smá saga og allt, mig er bara farið að langa að ferðast þangað (samt eiginlega bara til að fara á markaði og svona), ég er ekkert spes fyrir að ferðast á þessi "stríðshrjáðu" lönd.
En ég er ekki bara búin að kaupa á sjálfa mig, Óskar græðir og Sunna, þannig að það eru fleiri sem græða á þessu.

föstudagur, október 10, 2003

First things first, til hamingju með afmælið Þóra mín, vonandi áttu góðan afmælisdag þarna í danaveldi.
ég get svarið það að ég er ennþá með hellur fyrir eyrunum síðan í gær, er sko ekki mjög von því að fara á rokktónleika. En útgáfutónleikarnir hjá naglbítunum voru í gær og þeir voru frábærir (fannst að vísu mætingin úr g-inu í lágmarki) ég keypti mér einmitt diskinn í fyrradag (og ég kaupi mér aldrei diska) og er rosalega ánægð með hann, svo voru þeir líka með ægilega töff ljósasjów þannig að þetta var bara rosagaman allt saman.
Geðheilsan er allt önnur þessa dagana, já ég veit ég er frekar mislynd stundum en ups and downs eru nú bara eðlileg einkenni lífsins, en eins og ég hef marg reynt og sannað þá erum við hjónin bara það vel gift að við getum leyst hvaða hindrun sem er ;).

fimmtudagur, október 09, 2003

Ég bara verð að blogga héðan, er sko í ráðhúsinu, við erum í einhverrri garðaskoðunarferð og vorum að skoða alþingisgarðinn, það er svo hrikalega kalt að við erum hérna inni að fá okkur kaffisopa. Þetta er samt eitthvað svo fyndið, geggjað flott útsýni og félagsskapurinn fínn (þess vegna er ég í tölvunni ;)). Finnst samt alveg fáránlegt að það sé leyfilegt að reykja á kaffihúsinu hérna í ráðhúsinu, getur það verið?
Annars er ég bara að fíla mig vel í borginni þessa dagana, var hjá tengdó í nótt og það er alltaf rólegt og fínt, veit svo ekki hvar ég enda næstu nótt, eftir tónleikana og svona, kemur í ljós.
Jæja best að mingla aðeins áður en hrollurinn er orðinn það lítill að við verðum að hypja okkur, p.s. takk Bjarkey mín, ég á eflaust eftir að nýta mér kostaboð þitt.

miðvikudagur, október 08, 2003

Ég er svo hrikalega búin á því þessa dagana að ég man varla eftir öðru eins, fyrir utan að þetta venjulega sem hrjáir mann mismikið sé að hrjá mig extra mikið þessa dagana koma alls konar auka effektar inn í sem ég mjög erfitt með að höndla. Sérstaklega finnst mér erfitt að vera að takast á við fullt af gömlu drasli og nýju þegar Skari minn er svona langt í burtu, við erum ekkert sérlega góð í að "leysa málin" í gegnum síma og þess vegna vill brenna við að minnstu flugur séu orðnar að risavöxnum geimúlföldum áður en yfir líkur.
Ég komst líka að því að þessi skóli hérna er nú ekki svo ólíkur öðrum skólum, allavega er (eins og vanalega) lítið mál fyrir nemendur að fá nokkura daga frest á verkefnum af því þeir eru allir í rassi með að ljósrita. Mér finnst það alltaf jafn skringileg leið til að kenna fólki góð og skipulögð vinnubrögð að gefa því frest á síðustu stundu, vegna tæknilegra örðugleika sem maður á auðvitað að gera ráð fyrir. En maður er náttúrulega fegin sjálfur að fá svona frest þegar maður þarf á því að halda, en líka pissed ef maður hefur staðið sig vel að fá engin aukaprik fyrir það.
Þessi listi minn gæti orðið nokkuð langur og jafnvel á köflum persónulegur þannig að ég ætla bara að hætta strax, við erum að fara í ienhverja ægilega ferð til Reykjavíkur í fyrramálið. Veit eiginlega ekkert um hana nema að við eigum að byrja í alþingisgarðinum og þetta á að taka allan daginn, get ekki sagt að ég hlakki neitt rosalega mikið til en hlýt að lifa það af.
Svo er náttúrulega tilhlökkunarefni vikunnar það eru útgáfutónleikarnir hjá 200.00 naglbítum á Nasa á morgun, byrja klukkan 22 allir að mæta, þeir berða örugglega mjög góðir.

sunnudagur, október 05, 2003

Ég er búin að skoða síðuna hjá Evu og Dæju reglulega núna síðan fór að styttast verulega í barnið hennar Evu og það kom í heiminn núna 3. okt. innilegar hamingjuóskir til foreldranna. Gaman að því að vera loksins búin að fá annað barn í g-ið.
Annars er ég bara búin að vera fyrir norðan alla heglina í hestastússi og skemmtilegheitum, fékk líka fréttir af fleiri óléttum, alltaf gaman að því og til hamingju Margrét og Klemenz, líka orðið tímabært að það kæmu fleiri börn í vinahópinn.