fimmtudagur, janúar 29, 2004

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Margrét, hún á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Margrét mín, vonandi hefuru það sem allra best og litli bumbubúinn líka.

Annars er ég bara nokkuð hress, er að fara suður á eftir, eftir að ég er búin að teikna eins og eitt stykki leikskólalóð og skila einu stærðfræði verkefni. Ég held það geti varla talist eðlilegt hvað ég sakna Sunnu litlu mikið, ég er bara alveg að farast, þannig að kíkja á þær mæðgur verður eitt af mínum fyrstu stoppum, annars er ég bara nokkuð frjáls og hafði hugsað mér að gera bara það sem mér dettur í hug, eina reglan er að mér verður að finnast það gaman. Er til dæmis að fara á sýninguna hjá Ólafi í Hafnarhúsinu á morgun, það verður örugglega mjög gaman, við erum að vinna á fullu með rými og upplifun rýma og svona þannig að það verður gaman að bera það saman við upplifun listamannsins af rýmum.

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Í dánarfregnum er þetta helst, Dæjarinn hans Óskars lést í gær, útför hans fór fram í kyrrþey að Austursíðu á Akureyri, blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktasfélag ofkeyrðra Daihatsu Charade.

Að öllu gríni slepptu þá fóru mamma og Skari með gamla rauð í úreldingu í gær, vá hvað sá garmur var búinn að standa fyrir sínu, þó ég hafi verið hætt að nenna að keyra hann af því hann var orðin svo mikil drusla greyið þá á ég samt aðeins eftir að sakna hans, hvað ætli hafi verið komnir margir kílómetrar á vélina 260 þús.? eitthvað svoleiðis.

mánudagur, janúar 26, 2004

Hrikalega var hált á leiðinni suður í gær maður, sem olli því að ég keyrði enn hægar en vanalega (sem er nú stundum varla hægt án þess að fara aftur á bak) þannig að það var kaldhæðnislegt að vera akkúrat stoppuð af löggunni í minni hægustu ferð so far. En þeir voru bara að gera einhverja könnun um skoðun mína á vegunum og mokstri og ástand bifreiðar og eitthvað, ekki mjög spennandi en samt gaman að vera ekki sektaður af löggunni til tilbreytingar. Annars er ég orðin svo ábyrgur ökumaður með aldrinum að ég hef aldrei áhyggjur af því að vera stoppuð af löggunni, annað en í gamla daga þegar maður var hræddur um að mæta þeim í hverri beygju.

Eftir algjöran tilfinningalegan rússíbana um helgina líður mér bara alveg sæmilega í dag, mörg spennandi verkefni framundan og bara allt í gúddí.

laugardagur, janúar 24, 2004

Vá hvað dagurinn í dag er eitthvað svona týpískur dagur þar sem maður hefði ekki átt að fara fram úr. Mér finnst gjörsamlega allt hafa gengið á aftur fótunum hjá mér, þetta fokkings auðvelda fjarvíddarverkefni er að gera mig geðveika og gengur ekkert smá illa, svo þarf á ljósrita eitthvgað bull og það gengur heldur ekki neitt og bara allt í mínus. En góðu punktarnir eru til dæmis þeir að ég fann 1.000 í gömlum jakka hjá mér, sem er slatti gróði þegar viku budgetið er 5.000, þannig að ég gærddi slatta, ætla að kaupa mér nammi fyrir allt saman að liggja yfir sjónvarpinu í kvöld, eða réttara sagt sitja á hækjum mér og gera mósaík með sjónvarpið í gangi, ég er nefnilega að gera slatta flott sem mig langar að klára áður en ég fer á morgun. Sem ég er by the way frekar kvíðin fyrir, að keyra suður það er að segja, það er geðsjúklega hált hérna í bænum og svo er stormviðvörun fyrir morgundaginn, allt mjög spennandi.

Er búin að sjá starf sem ég er geggjað spennt fyrir og er að hugsa um að sækja um, bara að gamni, fínt að æfa sig í að skrifa umsóknir og CV og svona.

Rosalega er langt síðan ég hef tekið eitthvað heimskulegt próf, sá þetta hjá Þóru sætu. annars bara allt í gúddí og rólegum fíling, ætti að vera að læra af því ég á að skila 3 verkefnum í næstu viku en nenni ekki að gera neitt, á morgun segir sá lati.

Og síðast en alls ekki síst, elsku besta krúttilegasta Þórdís Ósk til hamingju með afmælið (sem var tæknilega séð í gær en ok), vona að þú vinnir spilið og ég verð í partýinu að ári ;)

lol
You're a lollipop!! Your known for your coolness,
for you are a trend setter. You're a natural
leader, and are good under pressure. People
often seek you out for advice, for you have
great insight.


Which kind of candy are you?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Vá ég er búin að hafa það svo hrikalega gott síðustu daga, búin að hitta rosalega mikið af skemmtilegu fólki og fullt af litlum sætum snúllum (allt stelpur sem fæðast í kringum mig þessa dagana), búin að kjafta rosa mikið við góðar vinkonur mínar og kynnast nýju fólki og bara allt í plús. Fór í bíltúr á sunnudaginn austur í Fljóthlíð þar sem ég hef aldrei komið áður, hitti gamla nágranna mína frá MUC og sá litlu dísina þeirra og stóru dísina þeirra og nýja húsið. Verð alltaf frekar afbrýðisöm að sjá þegar fólk er að byggja og láta drauma sína rætast, ekki að ég sjái eftir því fyrir viðkomandi heldur langar mig þá svo að gera það sama, en svo kemur náttúrulega að svona dót tekur yfirleitt lengri tíma en gert var ráð fyrir, kostar meira og svona.

Annars komst ég að því (ekki að ég hafi ekki vitað það en stundum gleymir maður sér) að ég á bara hrúgu að mjög góðum vinum, stundum er maður eitthvað svo lítill og vinalaus finnst manni, en þá koma svona dagar eins og föstudagurinn og bara öll helgin þar sem manni líður eins og milljarðamæringi af öllum þessum góðu vinum sem maður á, og nenna að tala við mann ;)
Svo hef ég líka komist að því að ég er endanlega orðin fullorðin, maður hefur allt aðeins reynt að halda í æskuna/barndóminn svona til að hrukkunum hrúgi ekki bara inn en á síðustu árum koma alltaf fram fleiri og fleiri merki um að æskan sé bara að verða fjarlægur draumur. Sko þegar ég átti brúðkaupsafmæli og var farin að drekka kaffi fannst mér ég nú ansi fullorðinsleg, en núna drekk ég kaffi oft í viku, á brúðkaupsafmæli ár eftir ár og er alveg sama þó öllum líki ekki við mig. Ég var alltaf þannig að ég vildi að sem flestum líkaði við mig og fannst það alveg hræðilegt ef fólki var illa við (og þá meina ég "hataði" mig) en á síðustu dögum hef ég frétt að tveimur sem virðist vera virkilega illa við mig og mér er bara fokking sama. Það finnst mér ágætis sigur fyrir mig persónulega. Þannig að Auður er alltaf að fullorðnast meira og meira, sumt er hún ánægð með og annars saknar hún, en þetta er víst fórnarkostnaðurinn:)

föstudagur, janúar 16, 2004

Fékk hrikalega góðar fréttir áðan, Kristín vinkona er aðkoma að utan, hrikalega verður gaman að hitta hana aðeins, orðið alveg rosalega langt síðan síðast. Svo verður geggjað stuð hjá mér í kvöld, hvort sem ég verð að passa litlu snúlluna sem ég sakna ofboðslega mikið, eða fer í Idol partý, ekkert nema stuð maður minn.
Er frekar stressuð yfir að vera að fara að skoða prófið sem mér gekk frekar illa í, er viss um að kerlingin verði ömurleg og er bara frekar í mínus yfir þessu drasli, þannig að ég er í litlu stuði til að blogga, bíð bara eftir að vísarnir silist áfram svo þessu ljúki sem fyrst.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Síðasta einkunnin loksins komin, hún var bara eins og ég átti von á, þannig að það eina sem ég á eftir að gera núna til að halda meðaleinkunninni minni í átta er að hækka vistfræðiprófið aðeins, vonandi næ ég því upp í 7, þá er ég sátt, en við sjáum til.
Annars er ég voðalega andlaus í dag, eins og ég var hress í gær, en svona er þetta í skammdeginu upp og ofan. Í gær fannst mér ég geta gleypt allan heiminn og sat heima og skrifaði niður fullt af hugmyndum sem ég er með og markmið sem mig langar að ná á þessu ári, en í dag langar mig bara heim að leggja mig. En svona er lífið.
Ég er að velta því fyrir mér að verða umboðsmaður nemenda við LBH sem ekki búa á svæðinu, við erum að tala um þvílíka fordóma gagnvart okkur hérna að það hálfa væri nóg, í gær var ein sem neitaði að vinna í hóp með stelpum sem ekki búa hérna, reyndar voru þær aðstæður pínu spes en samt er þetta náttúrulega óþolandi viðhorf. Reyndar er þessi tiltekna manneskja að gera mig ágætlega geðveika þessa dagana, alveg að detta inní óþolandi kerlingasyndrome-ið sem var mikið að hrjá kerlingar í HA.

Svo fékk ég ÆÐISLEGT símtal í gær, frá góðri vinkonu minni sem vill endilega fá að gefa mér rokk, ég náttúrulega varð orðlaus og spurði hana hvort hún væri ekki í lagi, vildi allavega fá að borga fyrir hann, en nei nei það kom ekki til greina, vildi bara vita af honum í góðum höndum og í framtíðinni gæti ég bara passað börnin hennar einhvern tíman, sem fyrir mér er bara annar plús, þannig að ég stórgræddi á deginum í gær maður, alveg hreint frábært. Þúsund ástarþakkir krúsíbolla ef þú lest bloggið mitt.

sunnudagur, janúar 11, 2004

Var að horfa á fróðlegu myndina á RÚV, mánudags konan eða eitthvað, var búin að gleyma því hvað svona myndir um geðveiki og svona koma mér í mikið uppnám. Annars er ég bara nokkuð hress átti hrikalega góðan dag í gær, hitti mikið af skemmtilegu fólki, sumt er alltof langt síðan ég hitti síðast, svo skriðum við hjónin heim hérna um miðjan morgun eftir mjög svo skemmtilegt spilakvöld sem nýttist mér mjög vel á margan hátt ;) thank you honeys.

Svo þar sem ég er wannabee umboðsmaður 200.000 naglbítanna vil ég biðja alla um að fara inn á mbl.is og velja vinsælasta tónlistarflytjandann, sem eru náttúrulega þeir, það er á forsíðunni efst til hægri.

Vonandi verður veðrir gott á morgun því þá er ég að bruna suður, í eina af mjög mörgum ferðum næstu ára, ef einhvern vantar far þég er ég með reglulegar ferðir úr Borgarnesi norður og til baka, eins og ég hef nú gaman að mínum eigin félagsskap getur þetta stundum orðið þreytandi.

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Shit hvað ég er pirruð á þessum sveitalubbum þarna á Hvanneyri, eða samt eiginlega bara einum kennararnum mínum frá í fyrra. Ég fékk 6,5 í einu faginu og var í meira lagi óánægð með það, sérstaklega í ljósi þess að ég lagði slatta á mig og gekk bara ágætlega í prófinu, var ekki með neitt súper úr verkefnum vetrarins en samt rúmlega sjö, þannig að ég sendi henni meil rétt fyrir jólin og bað um frekari útskýringu á einkunnunum, hvað ég hefði fengið fyrir prófið og hvenær yrði prófsýning. Þegar beljan var ekki búin að svara mér eftir tvær vikur sendi ég henni annað og bað aftur um útskýringar, það sem ég fékk þá var löng lýsing á því að hún hefði nú verið í fríi eins og aðrir og að ég hefði staðið mig illa yfir veturinn og ætti basicly bara að vera til friðs, ég þakka henni fyrir langa útskýringu á tveggja vikna bið eftir svara og endurtek spurningar mínar um hvernig einkunnirnar hafi skipst og hvenær ég geti fengið að sjá prófið og lýsi yfir óánægju minni með að hún hafi ekki séð sér fært að svara mér áður en upptökuprófið var, því ég ætli ekki að láta þessa einkunn standa svona á námsferlinum mínum og hefði vilja fá tækifæri til að hækka hana. Svo fékk ég svar í dag og þá segir hún að kennslustjóri sjái um prófsýningu, heilsar ekki, kveður ekki og svara ekki með einkunnirnar. Eruði að djóka í mér kjaftinn á þessari kerlingarbeyglu? djöfull er ég sjúklega fúl út í hana, ég var nú búin að ákveða fyrir að vera geðveitk leiðinleg og sætta mig ekki við þessa einkunn en vá hvað ég verð margfalt leiðinlegri núna maður, sú skal fá að sitja yfir mér og fara í þaula yfir hverja einustu spurningu á prófinu og hvers vegna hún gaf mér hvað fyrir hana, þó ég þurfi að fara fram á milli til að æla yfir því að þurfa að sitja svona lengi við hliðina á þessari beyglu.
Ég vona bara að það verði talað illa um mig á kennarastofunni í marga mánuði fyrir að vera the student from hell.

En fyrir utan þetta insedent er ég bara í góðum gír, búin að vera að spóka mig fyrir sunnan með mínum heittelskaða bara í rólegheitunum og rosalega góðu, ég er nú eiginlega frekar mjög svo kröfuhörð á hann þessa elsku og hvernig hann kemur fram við mig og talar við mig og svona, þannig að þegar hann er farinn að fara fram úr væntingum mínum þá er virkilega mikið sagt.

sunnudagur, janúar 04, 2004

Jæja fer ekki að vera kominn tími á að birta fyrsta bloggið á nýju ári? Ég er að bíða eftir mínum heittelskaða, þegar hann er búinn að vinna brunum við suður, þar sem ég ætla nú að verða landslagsarkitket. Það verður voða ljúft að hafa hann með, þegar búið var að ákveða það minnkaða aðskilnaðarkvíðinn hjá mér til muna, í bili.
Annars hefur nú mjög margt gerst á nýju ári þó það sé stutt, elsta vinkona mín í öllum heiminum eignaðist litla stelpu seinni partinn á nýársdag, til hamingju elsku Vala og Jói, og svo vorum við áðan í afmælisveilsu hjá Sunnu minni og það er sko ekki á hverjum degi sem maður er í eins árs afmælisveislu hjá guðbarninu sínu, hún á samt ekki afmæli fyrr en á morgun og hinn daginn á Ægir Daði í Grímsey afmæli. Þannig að þessar fyrstu vikur ársins eru miklar barnavikur hjá mér.
Svo átti ég rosafínt samtal við móðursystur hans Óskars um lífsins gagn og nauðsynjar og ýmislegt mis fagurt líka en það var hrikalega gott samt, gott að tala um eitthvað allt annað annars lagið.
Svo hefur verið spilað fram á nætur og étin fleiri fleiri kíló af konfekti og bara allt frábært, ég hef sko borðað nammi með betri samvisku en flest önnur jól, því ég hef farið í ræktina upp á næstum því hvern dag síðan ég kom norður, geggjað dugleg.
Ég er ekkert mjög melankolísk núna um áramótin, ætla ekki að strengja nein svaka heit eða vera með nein geggjuð plön, svo reyndar las ég stjörnuspánna mína fyrir árið og hún segir að ég eigi að skrifa niður það sem ég stefni að á árinu og hvernig ég ætli að ná því til að mér gangi það betur, kannski maður geri það núna fljótlega, jafnvel bara á leiðinni suður á eftir. Erum reyndar búin að pæla mikið í fjármálunum okkar (eða sko lánum og yfirdrætti, fyndið að tala um fjármál án þess að eiga nokkuð fé;))
En það sem er helst kannski að frétta af mér persónulega er að nú stefni ég fullum fetum að því að verða landslagsarkitekt, er farin að pæla í framhaldinu eftir Hvanneyri og lokaverkefni og að klára þetta smotterí sem ég á eftir í fokkings HA. Þannig að nú ætla ég að reyna að breyta viðhorfinu mínu til Hvanneyrar og þess alls þarna (ekki of mikið samt) og fá sem mest út úr þessum áfanga á leið minni til betra lífs ( bla bla ég er í rauninni ekki svona væmin, þetta bara rann upp úr mér og ég er lítið fyrir að stroka út það sem ég blogga um).