Reglan um að ég hafi rangt fyrir mér í sambandi við hvaða kyn konur í kringum mig bera undir belti heldur áfram, Margrét eignaðist sem sagt strák í morgun, til lukku með það. Þannig að ég get haldið áfram að giska á vitlaust, vonandi fyrir Rannveigu ;)
Mér finnst nú samt pínu fúlt að halda grislingnum inn í sér þangað til nokkrum tímum eftir að ég fer suður, er búin að vera fyrir norðan að bíða alla síðustu viku og svo er ég nýkomin suður þá lýtur stubburinn dagsins ljós :)
Það er bara æðislegt veður hérna, snjór yfir öllu og glampandi sólskin. Þess vegna fer ég reglulega út í glugga og ila mér milli þess sem ég reyni að vatnslita eins og mófó. Já mín situr hérna upp á hanabjálka í Borgarfirði og vatnslitar og lætur sig dagdreyma á meðan aðrir kljást við alvöru lífsins og hversdagsleikann, s.s. barneignir, vinnu, atvinnuviðtöl og annað. Já það er lúxus að geta bara verið áhyggjulaus skólastelpa langt fram eftir aldri.
Grána 27
mánudagur, mars 29, 2004
föstudagur, mars 26, 2004
Já og ég vil bara taka það fram að ég elska Bachelorklúbbinn minn, það er bara ótrúlega hressandi að hittast og kjafta, þó hann sé stundum dissaður ;)
Minns er athyglisjúkur í dag og líklega þarf ég að mæta á aðalfund FSHA til að fá athygli, spurning hvort að það virki???
Merkilegt hvað maður getur haft mikið að gera við að gera ekki neitt. Þessi vika er náttúrulega búin að líða alltof fljótt en hún er búin að vera helvíti skemmtileg. Fór í Bachelorklúbb í gær sem var mjög gaman, reyndar óvenju fámennt en góðmennt eins og alltaf. Er búin að skella mér á bak og í klippingu og leika mér í playstation og læra aðeins og sofa út og bara eilíf sæla.
Núna á ég að vera að teikna og lita og eitthvað, er bara ekki að meika það, endemis leti í manni.
Núna á ég að vera að teikna og lita og eitthvað, er bara ekki að meika það, endemis leti í manni.
mánudagur, mars 22, 2004
Var að koma framan að (sem er sko úr Litla Dalnum þar sem gömlu eru með kindur og hesta) það fæddust nefnilega fyrstu lömbin hjá okkur í fyrrakvöld og helv.... tu.... vill ekki nema annað lambið, þannig að núna er barátta upp á líf og dauða að halda litlu gimbrinni lifandi. Mér sýndist nú af minni 20 ára reynslu að dauðinn muni sigra, en there´s always hoping og ef hún meikar það þá er ég búin að leggja til að hún verði skírð Líf.
Ég er sem sagt fyrir norðan þessa viku, er bara einhvern veginn ekki að meika að fara suður, svo er líka frí í áfanganum sem við héldum fyrirlestur í í síðustu viku (þeir sem lásu föstudagsmoggan rækilega hafa örugglega kynnt sér málið betur ;)). Þannig að minns er bara heima hjá sér í rólegheitunum, langar rosalega að prófa að borða sushi í vikunni spurning hvort ég fái einhver til þess að borða það með mér.
Fór á Stuck on you í gær, mér fannst hún eiginlega bara helvíti góð, allavega mjög góðir punktar inn á milli. Til dæmis meig ég næstum því á mig yfir setningunni "do you mind typing on your knees?" það er eiginlega of flókið mál til að útskýra hér, þið sem ætlið að sjá hana takið bara eftir þessu.
Ég er sem sagt fyrir norðan þessa viku, er bara einhvern veginn ekki að meika að fara suður, svo er líka frí í áfanganum sem við héldum fyrirlestur í í síðustu viku (þeir sem lásu föstudagsmoggan rækilega hafa örugglega kynnt sér málið betur ;)). Þannig að minns er bara heima hjá sér í rólegheitunum, langar rosalega að prófa að borða sushi í vikunni spurning hvort ég fái einhver til þess að borða það með mér.
Fór á Stuck on you í gær, mér fannst hún eiginlega bara helvíti góð, allavega mjög góðir punktar inn á milli. Til dæmis meig ég næstum því á mig yfir setningunni "do you mind typing on your knees?" það er eiginlega of flókið mál til að útskýra hér, þið sem ætlið að sjá hana takið bara eftir þessu.
miðvikudagur, mars 17, 2004
Jæja allt að gerast hérna núna, á að vera uppi og leggja lokahönd á kynninguna fyrir morgundaginn, þar sem ég er fyrst af 30 manns, þannig að ég er pínu stressuð, en þetta verður bara gaman og kosturinn er að ég verð búin fyrst af öllum.
Er að kjafta við óléttustu vinkonu mína, á sko nokkrar óléttar vinkonur en Margrét er óléttust, það er að verða ansi langt síðan ég talaði við hana á msn allavega. En bráðum kemur lítið kríli þar, ég er alltaf búin að segja að það sé stelpa og um daginn dreymdi mig að ég fékk email um að þau væru búin að eignast stelpu, en samt er eiginlega reglan að það sem ég held er vitlaust, kemur fljótlega í ljós.
Ég skrapp norður á mánudaginn og kom aftur í gær, já ég veit ég er klikkuð, en stundum verður maður bara að gera það sem mann langar til en ekki það sem er gáfulegast. Á leiðinni suður í gær hitti ég tengdapabba og Rannveigu og stelpurnar þrjár, ég held sko að Rannveig sé með þriðju stelpuna (en ælti það sé þá ekki strákur), það ver hrikalega fyndið að keyra framhjá Blönduósi og hitta þau þar, en ég hitti þær vonandi aftur á morgun (Ásta láttu mig vita ef mér er boðið í mat ;)).
Jæja þetta hangs dugir ekki lengur, by the way langar mig að bjóða hana systur mína velkomna í hóp bloggara, reyndar hefur hún reynt þetta áður og ég tek við veðmálum um hvað þetta skiptið endist lengi ;)
Er að kjafta við óléttustu vinkonu mína, á sko nokkrar óléttar vinkonur en Margrét er óléttust, það er að verða ansi langt síðan ég talaði við hana á msn allavega. En bráðum kemur lítið kríli þar, ég er alltaf búin að segja að það sé stelpa og um daginn dreymdi mig að ég fékk email um að þau væru búin að eignast stelpu, en samt er eiginlega reglan að það sem ég held er vitlaust, kemur fljótlega í ljós.
Ég skrapp norður á mánudaginn og kom aftur í gær, já ég veit ég er klikkuð, en stundum verður maður bara að gera það sem mann langar til en ekki það sem er gáfulegast. Á leiðinni suður í gær hitti ég tengdapabba og Rannveigu og stelpurnar þrjár, ég held sko að Rannveig sé með þriðju stelpuna (en ælti það sé þá ekki strákur), það ver hrikalega fyndið að keyra framhjá Blönduósi og hitta þau þar, en ég hitti þær vonandi aftur á morgun (Ásta láttu mig vita ef mér er boðið í mat ;)).
Jæja þetta hangs dugir ekki lengur, by the way langar mig að bjóða hana systur mína velkomna í hóp bloggara, reyndar hefur hún reynt þetta áður og ég tek við veðmálum um hvað þetta skiptið endist lengi ;)
laugardagur, mars 13, 2004
Átti æðislegan dag í dag, við frænkurnar vorum bara á labbinu og í heimsókn og svona frá hálf ellefu til fimm, hvað meira getur maður beðið um. Svo var mér boðið í kaffi á Kaffitár, hjálpaði sko til við að kaupa geggjað árshátíðardress á aðalgellu bæjarins og fékk kaffibolla að launum, sem mér þótti voða vænt um ;)
miðvikudagur, mars 10, 2004
Það er einhver mega lægð í gangi hjá mér þessa dagana, leiðist svo mikið að mig langar bara að grenja, ætla samt að reyna að vera dugleg þessa og næstu viku því við eigum að skila ægilegu verkefni í lok næstu viku, eftir það get ég slakað en. En vandamálið er að mig langar að slaka á núna eða allavega gera eitthvað allt annað en að vera í skólanum.
þriðjudagur, mars 09, 2004
Ó my goooood, á að vera uppi í grasafræði tíma, djöfull á ég aldrei eftir að geta setið heilan tíma í þessu drasli. Mér finnst nú ansi langt ímyndað mér neitt leiðinlegra en það, það verður sko MIKIÐ skrópað á fimmtudögum í þessu.
Annars hefur nú lítið gerst síðan í gær, nema ég er að velta því fyrir mér að fá kvíðakast yfir verkefnum sem á að gera fyrir næstu viku af því ég er svo hrikalega löt og skipulagsleysi og óvissa er ekki til að motivera mann neitt sérstaklega.
Þið eruð samt alveg að djóka með veðrið hérna, ég þorði ekki að keyra strax af stað í skólann í morgun af því bíllinn minn lék þvílíkt á reiðiskjálfi, og svo þegar ég var að keyra yfir borgarfjarðarbrúnna þá duttu rúðuþurrkurnar mínar úr sambandi oh ég nenni ekki að standa í neinu fokkings bílaveseni núna, fæ einhvern góðhjartaðan til að redda þessu fyrir mig.
Jæja kannski er best að fara upp og sofa bara fram á bækurnar sínar!!!
Annars hefur nú lítið gerst síðan í gær, nema ég er að velta því fyrir mér að fá kvíðakast yfir verkefnum sem á að gera fyrir næstu viku af því ég er svo hrikalega löt og skipulagsleysi og óvissa er ekki til að motivera mann neitt sérstaklega.
Þið eruð samt alveg að djóka með veðrið hérna, ég þorði ekki að keyra strax af stað í skólann í morgun af því bíllinn minn lék þvílíkt á reiðiskjálfi, og svo þegar ég var að keyra yfir borgarfjarðarbrúnna þá duttu rúðuþurrkurnar mínar úr sambandi oh ég nenni ekki að standa í neinu fokkings bílaveseni núna, fæ einhvern góðhjartaðan til að redda þessu fyrir mig.
Jæja kannski er best að fara upp og sofa bara fram á bækurnar sínar!!!
mánudagur, mars 08, 2004
Agalega skemmtileg helgi afstaðin og hinn grámyglulegi hversdagur tekinn við. Það var ógeðslega gaman á árshátiðinni á laugardaginn, geggjaður matur, skemmtilegur félagsskapru, góðir skemmtikraftar og minn heittelskaði sló að vanda í gegn. Agalega var mín ánægð með sinn mann, ég var nú nógu ánægð með dressið og málninguna (takk Bjarkey) og sjálfa mig bara um kvöldið þó ekki hefði bæst stolt yfir eiginmanninum við, þannig að ég var bara á bleiku skýi langt fram á sunnudag, eiginlega bara alveg þangað til ég þurfti að keyra suður í gær. Sum skiptin er þetta bara erfiðara en önnur, sem betur fer var mamma gamla með mér annars hefði ég örugglega snúið við í Þelamörk og bara ekki farið neitt.
Annars var voða gaman í skólanum í morgun (fyrir utan nokkra svartsýnis/tuðara samnemendur) vorum að lita bara og leika okkur, erum sko í fríhendisteikningu og núna erum við að læra um litina og fengum ægilega fína vatnsliti og dót.
Annars er ég að hugsa um að láta það eftir mér að fara heim og leggja mig, kannski ég komi við í búð til að kaupa í nigellu??
Annars var voða gaman í skólanum í morgun (fyrir utan nokkra svartsýnis/tuðara samnemendur) vorum að lita bara og leika okkur, erum sko í fríhendisteikningu og núna erum við að læra um litina og fengum ægilega fína vatnsliti og dót.
Annars er ég að hugsa um að láta það eftir mér að fara heim og leggja mig, kannski ég komi við í búð til að kaupa í nigellu??
föstudagur, mars 05, 2004
Ok fékk ekki 10 en fékk 9 og er bara mjög sátt, veitir ekki af að hífa upp eina einkunn síðan fyrir jól ;) Er núna að fara í próf númer tvö sem væri óskandi að gengi eins vel.
miðvikudagur, mars 03, 2004
Var að koma úr léttasta prófi aldarinnar, allavega með þeim léttari sem ég hef lent í, fæ reyndar ekki 10 en vonandi eitthvað frekar nálægt því. Svo er núna bara að lesa aðeins fyrir næsta próf sem er á föstudaginn og eftir það verður brunað norður aftur.
Já já maður verður að drífa sig á árshátíðina hjá HA, úr því maður er svo vel giftur að þurfa að borga lítið sem ekkert á hana, það er sem ég segi HA mafían angar hennar ná víða.
Á leiðinni suður í gær var ég að hlusta á útvarpið og eins og vanalega heyrir maður nákvæmlega sömu fréttirnar milljón sinnum á leiðinni. Það var verið að tala um hvað læknar væru launaháir á landsbyggðinni og hvort það yrði ekki að gera eitthvað í þessu og meira. Fyrst þegar ég heyrði þetta þá var ég bara vá engin smá laun, einhver millalæknir í Vestmannaeyjum sem var með 20 milljónir í hitteðfyrra. Svo fór mín nú aðeins að hugsa af hverju er ekkert fjallað um hvaða vinnutímar liggja þarna á bak við??? Auðvitað eru landsbyggðar læknarnir með hærri laun vegna þess að vinnutíminn þeirra er oft miklu lengri, það er ekki eins og þeir stimpli sig bara út og fari heim og næsti taki við, oft eru þetta einu læknarnir á svæðinu (þeir eru allavega fáir) og þurfa ða sinna öllum útköllum í plássinu.
Mér varð nú bara hugsað til mömmu gömlu sem var rekin af því hún var með svo há laun (hjúkka sko) og allir læknarnir voru brjálaðir, það var samt enginn að pæla í því hversu mikið hún vann. Í hennar starf voru svo ráðnir 4 aðrir hjúkrunarfræðingar, hvar er nú sparnaðurinn í því ef ég má spyrja????
Æi ég veit það ekki það er bara eins og gagnrýnin hugsun sé ekki til hjá fólki og þá finnst mér fréttamenn alveg sérstaklega slæmir, því ef einhverjir eiga að vera gagnrýnir þá eru það bévítans fréttamennirnir. Að auki fer það geðveikt í taugarnar á mér að heyra hversu illa talandi fólk í útvarpinu (og sjónvarpinu reyndar líka) getur verið, fíla ekki að hlusta á fólk sem kann ekki að beygja sagnir, allavega spurning um að lesa textann yfir áður en útsending hefst, það er nú ekki eins og það séu nýjar fréttir á hverjum klukkutíma.
Já já maður verður að drífa sig á árshátíðina hjá HA, úr því maður er svo vel giftur að þurfa að borga lítið sem ekkert á hana, það er sem ég segi HA mafían angar hennar ná víða.
Á leiðinni suður í gær var ég að hlusta á útvarpið og eins og vanalega heyrir maður nákvæmlega sömu fréttirnar milljón sinnum á leiðinni. Það var verið að tala um hvað læknar væru launaháir á landsbyggðinni og hvort það yrði ekki að gera eitthvað í þessu og meira. Fyrst þegar ég heyrði þetta þá var ég bara vá engin smá laun, einhver millalæknir í Vestmannaeyjum sem var með 20 milljónir í hitteðfyrra. Svo fór mín nú aðeins að hugsa af hverju er ekkert fjallað um hvaða vinnutímar liggja þarna á bak við??? Auðvitað eru landsbyggðar læknarnir með hærri laun vegna þess að vinnutíminn þeirra er oft miklu lengri, það er ekki eins og þeir stimpli sig bara út og fari heim og næsti taki við, oft eru þetta einu læknarnir á svæðinu (þeir eru allavega fáir) og þurfa ða sinna öllum útköllum í plássinu.
Mér varð nú bara hugsað til mömmu gömlu sem var rekin af því hún var með svo há laun (hjúkka sko) og allir læknarnir voru brjálaðir, það var samt enginn að pæla í því hversu mikið hún vann. Í hennar starf voru svo ráðnir 4 aðrir hjúkrunarfræðingar, hvar er nú sparnaðurinn í því ef ég má spyrja????
Æi ég veit það ekki það er bara eins og gagnrýnin hugsun sé ekki til hjá fólki og þá finnst mér fréttamenn alveg sérstaklega slæmir, því ef einhverjir eiga að vera gagnrýnir þá eru það bévítans fréttamennirnir. Að auki fer það geðveikt í taugarnar á mér að heyra hversu illa talandi fólk í útvarpinu (og sjónvarpinu reyndar líka) getur verið, fíla ekki að hlusta á fólk sem kann ekki að beygja sagnir, allavega spurning um að lesa textann yfir áður en útsending hefst, það er nú ekki eins og það séu nýjar fréttir á hverjum klukkutíma.
mánudagur, mars 01, 2004
Jú ok budgetið hefur líka önnur áhrif, vísa er 100 þús. lægra en síðast og 200 þús. lægra en þar áður, þannig að það eru kostir líka ;)
Oh ég hata mánaðarmót, þetta helvítis fína budget sem maður er á hefur aðallega þau áhrif að nú kvíðir maður ekki bara núverandi mánaðarmótum heldur næstu líka, andskotans tannlæknir og vesen. Fyrir utan að þurfa að borga 12. þús. fyrir 45 mín. hjá þessum okrara er ég ennþá sár í kinninni af því hann togaði hana svo og teygði, reyndar er ég bara alveg ómöguleg vinstra megin í líkamanum for that matter.
Annars átti ég bara fína helgi, lærði aðeins, hvorki meira né minna en ég ætlaði mér af því ég var ekki búin að pæla neitt í því. Svo fór ég á hestbak (sem er ár síðan gerðist síðast) svo var ég aðeins að passa lítinn prakkara, það finnst mér alltaf voða gaman að fá að gera, og svo bara leti og göngutúrar og svona.
Það eru náttúrulega sömu óléttupælingarnar í gangi og vanalega, sérstaklega af því manni finnst maður herya um nýjar óléttur á hverjum degi (ok ekki alveg en samt). Ég hef aðeins verið að pæla í og spyrjast fyrir um náttúrulegar aðferðir við að verða óléttur, þar sem við hjónin erum frekar á móti hormónum og svona, þannig að það er aldrei að vita nema maður fari að hella sér út í eitthvað grasadót eða eitthvað. Samt eiginlega nenni ég því ekki, en það er um að gera að pæla í hlutunum.
Annars átti ég bara fína helgi, lærði aðeins, hvorki meira né minna en ég ætlaði mér af því ég var ekki búin að pæla neitt í því. Svo fór ég á hestbak (sem er ár síðan gerðist síðast) svo var ég aðeins að passa lítinn prakkara, það finnst mér alltaf voða gaman að fá að gera, og svo bara leti og göngutúrar og svona.
Það eru náttúrulega sömu óléttupælingarnar í gangi og vanalega, sérstaklega af því manni finnst maður herya um nýjar óléttur á hverjum degi (ok ekki alveg en samt). Ég hef aðeins verið að pæla í og spyrjast fyrir um náttúrulegar aðferðir við að verða óléttur, þar sem við hjónin erum frekar á móti hormónum og svona, þannig að það er aldrei að vita nema maður fari að hella sér út í eitthvað grasadót eða eitthvað. Samt eiginlega nenni ég því ekki, en það er um að gera að pæla í hlutunum.