Til hamingju með litla prinsinn Dagný og Óli, það er alveg fyndið hvað það er mikið af strákum að fæðast núna þessa dagana, reyndar segir vinkona mín hérna á Hvanneyri (já ég á reyndar vini hérna) að það sé nú bara merkilegt yfirhöfuð hvað það er að fæðast mikið af börnum í kringum mig, sem er alveg rétt. Núna er verið að bíða eftir litlu kríli frá Rannveigu, vonandi kemur það fljótlega svo ég hafi góða ástæðu til að fara norður aftur á fimmtudaginn. Sjáum til.
Var í fyrra og auðveldara prófinu sem gekk bara fínt, en af einhverjum ástæðum er ég núna ennþá stressaðri fyrir næsta próf sem ég veit að verður erfitt og ég kvíði slatta fyrir. Þoli ekki að kvíða fyrir prófum af því yfirleitt finnst mér mjög gaman í prófum, kannski ætti ég að drulla mér heim og fara að læra.
Þegar ég þeyttist hingað suður í gær var ég að hugsa um vorið og sumarið sem er framundan og af einhverjum ástæðum fyllist ég alltaf sottlum trega, því það er svo margt sme mig langar að gera en veit að ég kem ekki til með að gera. Eins og að taka skrilljón GÓÐAR myndir og sjá billjón staði sem ég hef ekki séð og mála og teikna og föndra og og og og. En þá er bara að setja það sem mig langar mest niður og reyna að gera það einhvern tíman áður en haustið kemur. Það er nefnilega gallinn við þetta langþráða sumar að það líður alltof helvíti fljótt.
Annars finnst mér svo hrikalega marg fáránlegt að gerast í pólitíkinni að ég bara næ ekki upp í það, jafnréttislagaummæli Björns Bjarnasonar, fjölmiðlafrumvarpið og bara hrúga, ég get ekki einu sinni byrjað að tjá mig um þessi mál þannig að ég er að hugsa um að sleppa því bara, á bara eftir að missa mig.
Grána 27
þriðjudagur, apríl 27, 2004
mánudagur, apríl 26, 2004
Æi það er svo ljúft að vera hérna í höfuðstað norðurlands svona í sumarbyrjun, er búin að vera svona aðeins að læra en ekkert að ofreyna mig samt, passa mig vel á því. Það væri alveg frábært ef ég gæti bara tekið prófin hérna fyrir norðan, verð búin að koma því í gegn fyrir næsta vetur, sérstaklega ef ég verð að vinna hérna fyrir norðan en það kemur nú allt í ljós fljótlega.
Annars eru málin mikið að skýrast með sumarið og svona þannig að þetta reddast allt saman á endanum. Jæja best að fara og lesa í grasafræði áður en maður skellir sér suður.
Annars eru málin mikið að skýrast með sumarið og svona þannig að þetta reddast allt saman á endanum. Jæja best að fara og lesa í grasafræði áður en maður skellir sér suður.
föstudagur, apríl 23, 2004
GLEÐILEGT SUMAR!!!!!
Sumarið byrjar rosalega vel hjá mér, heimsóknir, kjaftagangur sofa út, drekka kampavín, fara í göngutúr, knúsa karlinn minn, tala við fjölskylduna nær og fjær, fá sms um hvað ég sé góð vinkona, sjá litla prinsa, gefa mömmum knús, rétta fram hjálparhönd við fermingarundirbúning, leika mér í sumargjöfinni minni (playstationleikur frá Skara), horfa á beðmálin, labba um berfætt í stuttum buxum og strandsandölum með bleikar táneglur, panta hótel í Köben fyrir tengdó og síðast en ekki síst making passionet love to my husband.
GLEÐILEGT SUMAR!!!!!
Sumarið byrjar rosalega vel hjá mér, heimsóknir, kjaftagangur sofa út, drekka kampavín, fara í göngutúr, knúsa karlinn minn, tala við fjölskylduna nær og fjær, fá sms um hvað ég sé góð vinkona, sjá litla prinsa, gefa mömmum knús, rétta fram hjálparhönd við fermingarundirbúning, leika mér í sumargjöfinni minni (playstationleikur frá Skara), horfa á beðmálin, labba um berfætt í stuttum buxum og strandsandölum með bleikar táneglur, panta hótel í Köben fyrir tengdó og síðast en ekki síst making passionet love to my husband.
GLEÐILEGT SUMAR!!!!!
mánudagur, apríl 19, 2004
Í fyrsta skipti í 7 ár langar mig á tónleika sem eru haldnir hér á landi, fyrir 7 árum voru sko skunkanancy (veit ekkert hvernig á að skrifa þetta) tónleikar og yours truly fékk sér miða á þá, reyndar fór ég aldrei heldur gaf vinkonu minni þá. En núna sem sagt langar mig að fara á tónleikana með Pink, held að það gæti orðið gaman, en mann langar nú svo margt.
sunnudagur, apríl 18, 2004
Best að byrja auglýsingu á nýjustu atvinnugreininni minn hérna bara. Við erum s.s. búin að standsetja íbúðina á neðri hæðinni hjá okkur og það verður hægt að leigja hana fyrir sanngjarnan prís til nokkura daga í einu (15. þús. vikan). Tókum þessa ákvörðun á miðvikudaginn síðasta og fyrsti leigjandinn er nýfarinn, já kaupin gerast sko hratt á eyrinni. Mér finnst þetta alveg bráð sniðugt hjá okkur, vorum alveg komin með hundleið á þessum dópistum og þungarokkurum og skuldurum sem bjuggu þarna. Ef þetta gengur alveg hörmulega þá bara notar maður hana fyrir vini og kunningja í sumar og við leigjum hana svo aftur næsta haust, eða "hendum" gömlu bara niður ;)
laugardagur, apríl 17, 2004
Mér finnst alltaf jafn frábært þegar fólk sem maður hefur gert sér ákveðnar hugmyndir um kemur manni skemmtilega á óvart, ég get nefnilega verið ansi dómhörð á fólk við fyrstu kynni en svo er ég nú ansi líbó þegar ég kynnist því betur. Það er nefnilega eitt sem vantar sjaldan hérna hjá mér það eru skoðanir á fólki og málefnum.
Er núna hjá Helgu systur að passa litlu dísina mína, við erum svo miklar vinkonur að það er alveg frábært, mér er meira að segja alveg sama þó hún vakni alltaf klukkan 6 á morgnanna af því hún er svo góð við mig, kúrir bara hjá mér og blikkar mig og svona.
Jæja best að reyna að læra eitthvað meðan draumadísin sefur, annars gengur mér ekkert að læra því ég asnaðist til að byrja á Da Vinci lyklinum (bókinni), hún er þvílík snilld að það hálfa væri nóg. Helga Íris lánaði mér hana og var svo sem búin að vera mig við ;)
Er núna hjá Helgu systur að passa litlu dísina mína, við erum svo miklar vinkonur að það er alveg frábært, mér er meira að segja alveg sama þó hún vakni alltaf klukkan 6 á morgnanna af því hún er svo góð við mig, kúrir bara hjá mér og blikkar mig og svona.
Jæja best að reyna að læra eitthvað meðan draumadísin sefur, annars gengur mér ekkert að læra því ég asnaðist til að byrja á Da Vinci lyklinum (bókinni), hún er þvílík snilld að það hálfa væri nóg. Helga Íris lánaði mér hana og var svo sem búin að vera mig við ;)
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Einn helsti ókosturinn við að vera ennþá í skóla er sumarvinna, það er alltaf frekar mikið stress að fá vinnu og svona, ég er einmitt að standa í þessum pakka núna, hvað á ég að gera, fæ ég eitthvað borgað fyrir það, finnst mér það skemmtilegt og svo framvegis. En reglan er nú sú að þetta reddast einhvern veginn og ég er viss um að þetta árið verður engin undantekning.
Annars er nú alvara lífsins tekin við eftir mikil kósýheit fyrir norðan, en það er mjög svo stutt eftir þannig að það veðrur ekkert mál. Er einmitt mikið að skoða núna hvernig ég vil hafa næsta vetur, gæti alveg hugsað mér að vera bara fyrir norðan í vinnu og taka HA og þess vegna einn áfanga hér eða eitthvað.
Ég er ennþá með blöðrur á stórru tánum eftir mikið hopp og hí á pöpunum á laugardag, þó planið hafi ekki verið að fara neitt út á lífið þá er það nú bara þannig, eins og Anna Lilja komst svo skemmtilega að orði, að hvenær hefur verið partý í Gránu án þess að það endi í einhverri vitleysu. Annars verð ég að lýsa yfir ánægju minni með þetta partý og alla sem í því voru, mér líkar það mjög vel að þurfa ekki að senda fólki skriflegt boðskort, the word spreads og fólk mætir, það er BARA snilld.
Annars er nú alvara lífsins tekin við eftir mikil kósýheit fyrir norðan, en það er mjög svo stutt eftir þannig að það veðrur ekkert mál. Er einmitt mikið að skoða núna hvernig ég vil hafa næsta vetur, gæti alveg hugsað mér að vera bara fyrir norðan í vinnu og taka HA og þess vegna einn áfanga hér eða eitthvað.
Ég er ennþá með blöðrur á stórru tánum eftir mikið hopp og hí á pöpunum á laugardag, þó planið hafi ekki verið að fara neitt út á lífið þá er það nú bara þannig, eins og Anna Lilja komst svo skemmtilega að orði, að hvenær hefur verið partý í Gránu án þess að það endi í einhverri vitleysu. Annars verð ég að lýsa yfir ánægju minni með þetta partý og alla sem í því voru, mér líkar það mjög vel að þurfa ekki að senda fólki skriflegt boðskort, the word spreads og fólk mætir, það er BARA snilld.
laugardagur, apríl 10, 2004
Þetta eru búnir að vera alveg mergjaðir páskar so far, fékk annað páskaeggið mitt í morgun og það stærsta sem ég keypti fyrir rúmri viku síðan bíður ennþá upp í skáp, ein og Helga orðaði það þá er ég dekurdós. Minn heittelskaði er svo sannarlega að dekra mig þessa dagana, en við höfum nú líka verið að standa í stórræðum og ekki veitt af orkunni úr súkkulaðinu. Erum búin að flytja milli herbergja hérna uppi í Gránufélagsgötunni, erum núna með svona love nest, bara lítið herbergi þar sem er ekkert nema rúmið og hlutir sem tengjast okkur tveimur og hjónabandinu okkar, mjög krúttlegt og kósý. Svo er Óskar búinn að fá stærsta herbergið undir tölvuna og sig og þar er gestarúmið líka þannig að það er núna fínt pláss fyrir fólk til að gista og pláss fyrir barnarúm líka og allt.
Núna er ég að mála glerið í glugganum í svefnherberginu okkar, er að setja svona mynstur í það, það verður vonandi mjög flott, allavega þegar það er búið ;) Og svo er grill og skemmtileg heit í kvöld hjá okkur, mjög gaman bara. Jæja best að fara og sjá hvort málningin sé ekki þornuð, gleðilega páska allir strumparnir mínir.
Núna er ég að mála glerið í glugganum í svefnherberginu okkar, er að setja svona mynstur í það, það verður vonandi mjög flott, allavega þegar það er búið ;) Og svo er grill og skemmtileg heit í kvöld hjá okkur, mjög gaman bara. Jæja best að fara og sjá hvort málningin sé ekki þornuð, gleðilega páska allir strumparnir mínir.
mánudagur, apríl 05, 2004
Já og svo eignaðist tengdamamma loksins fyrsta barnabarn ársins í dag, það er sko búið að bíða í tvær vikur eftir prinsessunni, og gamla á von á tveimur öðrum á næstu tveimur mánuðum. Til hamingju María og Marteinn hlakka geggjað til að sjá litlu prinsessuna, og yours truly var búin að segja strákur allan tíman ;) ;) ;)
Það er nú ekki nema von að maður hafi ekki tíma til að blogga þegar maður er í fósturmömmuhlutverkinu. Er búin að vera með Sunnu bunnu núna síðan fyrir helgi voðalega gaman og notalegt. Við fórum líka í gær og sáum litla prinsinn í Gullbrekku (Margrétar og Temma) voðasætur og skoðuðum nýja húsið þeirra og allt. Svo vorum við líka í fermingarveislu sem var bara alveg mögnuð, ferlega skemmtileg veisla og fullt af skemmtilegu fólki og góður matur og bara frábært.
Var að horfa á Survivor, mér finnst nú þátturinn góður fyrir en ástarsagan milli Amber og Rob gerir hann BARA betri.
Var að horfa á Survivor, mér finnst nú þátturinn góður fyrir en ástarsagan milli Amber og Rob gerir hann BARA betri.
fimmtudagur, apríl 01, 2004
He he, held ég sé búin að finna aprílgabbið á mbl.is líka, glætan að Springsteen sé hérna.
Ég held að ég sé búin að finna aprílgabb dagsins í Fréttablaðinu, að Skjár einn hafi fengið Idol-keppnisréttinn og að úrtakan sé á Loftleiðum núna (10:30 í dag) og að Simon sé að dæma. Vá hvað ég er ekki að kaupa það, svo kemur örugglega í fréttunum í kvöld fullt af liði sem fór á Loftleiðir maður.
Núna er minns bara að bíða eftir að komast norður í páskafrí, er búin að vera gjörsamlega viðþolslaus þessa vikuna í skólanum og hef bara ekki verið að meika þetta allt saman. Í tilefni af því er ég búin að fá staðfestingu á því hvaða áfanga ég á eftir fyrir norðan, ég bara verð að klára þetta drasl, meika ekki að eiga svona lausan enda eftir, spurning hvernig maður tæklar þetta þá næsta vetur. Kemur í ljós en ég tími nefnilega ekki að hætta á Hvanneyri heldur, schau ma mal.
Svo er aldrei að vita nema ég sé bara að fara til Köben í boði afa gamla, frábært líf, frábært líf.
Núna er minns bara að bíða eftir að komast norður í páskafrí, er búin að vera gjörsamlega viðþolslaus þessa vikuna í skólanum og hef bara ekki verið að meika þetta allt saman. Í tilefni af því er ég búin að fá staðfestingu á því hvaða áfanga ég á eftir fyrir norðan, ég bara verð að klára þetta drasl, meika ekki að eiga svona lausan enda eftir, spurning hvernig maður tæklar þetta þá næsta vetur. Kemur í ljós en ég tími nefnilega ekki að hætta á Hvanneyri heldur, schau ma mal.
Svo er aldrei að vita nema ég sé bara að fara til Köben í boði afa gamla, frábært líf, frábært líf.