Hvaða snilldarsálfræði er það að koma labbandi út úr Bónus með hvorki meira né minna en fimm stykki páskaegg frá Nóa nr. 7 og vera hæstánægður með kjarakaup?? Það þarf náttúrulega algjöra snillinga í markaðsfræðum til að láta manni fátækum námsmanninum líða vel með slíka ofneyslu, ekki það að þau eru ekki öll fyrir mig sko bara taka það fram.
Núna er ég mætt aftur á hótel Norðurland og hætt að vera á KEA í bili. Síðast þegar ég var hérna var ég með geggjaða morgunógleði en hef ekki fundið fyrir henni í marga mánuði, en hvað gerist ekki þegar ég mæti hingað aftur? Ég labba mér inn í eldhús og finn gömlu lyktina sem hrjáði mig í allri ógleðinni og verður óglatt um leið, bara lærð hegðun sko. Langaði að setjast niður og fara að grenja, var ekki að sjá það fyrir mér að vera hérna í tæpa tvo mánuði að drepast úr ógleði. En ég held ég sé að mestu komin yfir þetta, er bara með klígju núna en litla ógleði. Þetta er nú samt meira ógeðið maður, fyndið hvað svona lykt getur haft mikil áhrif á mann. Amma hans Óskars er búin að vera á Kristnesi núna í nokkrar vikur og við höfum heimsótt hana annars lagið og alltaf þegar ég labba inn í andyrið þar þá man ég þegar ég var 15 ára og vann í lítilli sjoppu sem er þarna, það er bara lyktin sem minnir mig á þetta, mjög fyndið. Svo er viss tyggjótegund sem bragðið og lyktin af minna mig alltaf á fyrsta kossinn minn, líka mjög skemmtilegt :)
Grána 27
föstudagur, mars 18, 2005
mánudagur, mars 07, 2005
Þvílík endemis veðurblíða svona í byrjun mars, maður verður bara alveg ruglaður og heldur að sumarið sé komið og fer að væflast úti á peysunni og sokkalaus, ég geng sko alltaf í sandölum en núna er ég berfætt í þeim ;)
Það er ágætis hreiðurgerðarfílingur að koma yfir mann, svo hefur maður bara miklu meiri orku til að gera eitthvað, þó það sé bara smotterí, þegar sólin skín og það er bjart. Annars vantar aldrei hugmyndirnar hjá minni bara að geta framkvæmt þær. Nýjasta nýtt er að gera stórafmælisgjöf sjálf, bjartsýnina vantar heldur ekki, sjáum til hvernig það kemur út, allavega gaman að prófa, sambærileg gjöf sem væri keypt kostar bara tugi þúsunda, sem er nú aðeins of mikið. Þó maður standi ágætlega fjárhagslega þessa dagana er þetta nú ekkert að detta útúr rassgatinu á manni.
Það er ágætis hreiðurgerðarfílingur að koma yfir mann, svo hefur maður bara miklu meiri orku til að gera eitthvað, þó það sé bara smotterí, þegar sólin skín og það er bjart. Annars vantar aldrei hugmyndirnar hjá minni bara að geta framkvæmt þær. Nýjasta nýtt er að gera stórafmælisgjöf sjálf, bjartsýnina vantar heldur ekki, sjáum til hvernig það kemur út, allavega gaman að prófa, sambærileg gjöf sem væri keypt kostar bara tugi þúsunda, sem er nú aðeins of mikið. Þó maður standi ágætlega fjárhagslega þessa dagana er þetta nú ekkert að detta útúr rassgatinu á manni.