mánudagur, júní 13, 2005

Brjálað að gera í nýja hlutverkinu, já litla skinn kom í heiminn 28. maí, þannig að ég á ennþá eitt próf eftir við HA en það bíður betri tíma eins og flest annað sem maður er vanur að gera. Það er flest á hold þessa dagana nema litla skinnið og umönnun hennar. Annars líður mér helst eins og ég sé í dúkkuleik, hún er svo rosalega blíð og vær og góð, þarf sama og ekkert að hafa fyrir henni og hún sefur og sefur. En flestir hræða mann nú á því að þetta taki enda, ég ætla allavega að njóta þess eins og ég get meðan það varir.
Það verður því örugglega ekki mikið um blogg í sumar, því sá tími sem ekki fer í Minnu litlu fer í heimilið og besta eiginmann í heimi og svo náttúrulega að vera úti og ferðast og bara njóta lífsins.