þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Núna sit ég á tollanámskeiði og rifja upp hvers vegna ég nenni ekki að vera í skóla lengur, af því að fólk er fífl og líka heimskt. Erum í borg óttans að spóka okkur og á ég er á námskeiði on the side, voða gott að taka svona langa helgi og heimsækja fólk og hafa dáltið gaman. Búið að labba laugarveginn og fara á götumarkað í kringlunni og slaka á í Laufrima og Laufbrekku þannig að það er bara allur pakkinn. Erum svo að síga norður á eftir í góða veðrinu.
Annars er allt bara gott að frétta lífið í nokkuð föstum öruggum skorðum þessa dagana, sem er mjög notalegt svona í skammdeginu. Litla dísin mín alveg yndisleg og að breytast hratt og örugglega í krakka með skoðanir og sjálfstæðan vilja, sem er nákvæmlega það sem ég óska mér. Það er helst að umheimurinn angri mig þessa dagana, hugsunarleysi og tilittsleysi og egóismi og skammsýni og peningagræðgi og fleira svona sem plagar mig. Höfum all potential til að lifa í sátt og samlyndi við hvort annað og náttúruna og það er ofar mínu skilningi að við skulum ekki nýta okkur það. Best að fara að fá sér kaffi og reyna að læra eitthvað nýtt ;)

Var búin að setja inn þetta fína ármótablogg, með eftirsjá af árinu sem er að líða og tilhlökkun til ársins sem er að koma og allt saman, en það vistaðist aldrei.