þriðjudagur, apríl 28, 2009

Næstum því ári seinna...
vá hvað það hefur breytt miklu að vera orðin tveggja barna móðir, veit ekki alveg hvað málið er en einhvern veginn verður ábyrgðarpakkinn miklu stærri eitthvað og erfiðari. Núna er ég til dæmis í andnauð yfir þessari svínaflensu sem mér finnst alveg fáránlegt, hló að fuglaflensunni þegar hún gekk yfir. Er einhvern veginn alveg að detta ofan í hræðsluáróður fjölmiðlanna og hann er ekkert smá mikill. Held ekki endilega að heimurinn sé verri staður í dag en hann var fyrir 10 árum, áherslurnar eru bara einhvern veginn öðruvísi hjá mér og ég tek eftir öðrum hlutum en ég gerði. Bankakreppan í haust náði ekki til mín en það er eins og búið sé að veikja ónæmiskerfið fyrir slæmum fréttum, svo reyndar eru veikindi eitthvað sem ég á erfitt með að höndla. Peningar eru einhvern veginn auðveldari, alltaf hægt að gera eitthvað í því. Allur þessi neikvæði fréttaflutningur gerir það einhvern veginn erfiðara að lifa í núinu og njóta þess, alltaf einhverjar áhyggjur af því sem gæti orðið. Fáránlegt hvað allt sem svona gúrúar segja að slaka á og lifa í núinu og gera ekki kröfur á sjálfan sig um að vera fullkominn stangast algjörlega á við það sem er í sjónvarpinu og fjölmiðlum. Af hverju ætli fólk þrífist á svona allt öðru en því sem er talið æskilegt og gott fyrir okkur? Þó við tökum eitthvað hversdagslegra en lífsspeki t.d. bara mat.