föstudagur, júní 25, 2004

Ég er eitthvað að velta þessum blessuðu forsetakosningum á morgun fyrir mér, þeir þarna skytturnar þrjár eru í Ísland í dag núna eitthvað að kvabba. Ég reyni nú að hugsa sem minnst um að skrípi eins og Ástþór skuli bara yfir höfuð geta boðið sig fram en skítt með það. Ég ætla nú ekki að kjósa hann Baldur blessaðan, hann er eitthvað svo klikkað ótraustvekjandi, aðeins of óþekkt stærð til að maður vilji að hann verði forseti landsins, fyrir utan að hann býr ekki einu sinni hérna en er samt alltaf að tala um að forsetinn eigi að einbeita sér að þjóðinni en ekki að ver asvona mikið í útlöndum eins og Óli grís hefur verið.
Svo er nú vinur minn hann Óli þarna líka, hann er eitthvað svo krumpaður og stífur of furðurlegur að það hálfa væri miklu meira en nóg. Veit ekki hvort dorrit meikar hann svona mikið eða hvað, mér dettur helst í hug að hann sé brúða sem vantar búktalarann sinn. Hann hefur ekki gert NEITT í þessari kosningabaráttu (nema náttúrulega hafna fjölmiðlafrumvarpinu), mér finnst það aðeins of frekt að ætla að vinna bara af því að hann er núna forseti. Æji fattiði hvað ég meina, ég vil að hann hafi allavega pínulítið fyrir atkvæðinu mínu, ekki bara sitji á Bessastöðum og hlakki í honum yfir að mótframbjóðendurnir séu lélegir.
Reyndar fannst mér rosagott sem hann var að segja um að fólk er náttúrulega ekki með neitt minni, allir að tala um að enginn forseti hafi verið eins pólitískur og hann, en hann talaði um 3 forseta sem lentu upp á kant við einhvern vissan stjórnmálaflokk (oftast sjálfstæðisflokkinn). Reyndar tók hann ekki fram hvaða mál þetta voru en þetta er náttúrulega ekkert eins dæmi, hvorki hérlendis né í heiminum. Við munum bara ekki lengra aftur en til Vigdísar og hún var bara eins og hún var, frábær sko.
Þannig að minns er ekki búin að ákveða sig, langar svolítið að skila auðu bara sem saitment um að mér finnst þessir frambjóðendur ekki nógu góðir, en auðu atkvæðin skipta bara ekki rassgat máli og allir sem þekkja mig hið minnsta vita að ég vill skipta máli ;) ;) ;)

laugardagur, júní 19, 2004

Jæja nú eru allir litlu Grímseyingarnir mínir komnir með heimasíðu, ferlega skemmtilegt, bara vonandi að þau verði dugleg að uppfæra svo maður geti fylgst almennilega með öllum þessum englum.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilega hátíð!!!
Það var svo yndislegt út í Grímsey, langaði sko alls ekkert að koma aftur og fara að vinna, og sérstaklega á sjálfan þjóhátíðardaginn, en það er ekki svo slæmt maður er allavega loksins á sæmilegum launum ;) Eina huggunin mín við að fylgjast með öllum á leiðinni í bæinn er sú að það er skítaveður.

Þetta hóteldjobb er svo fyndið að það eru engir daga, ekki 17.júní, ekki mánudagur, ekki föstudagur, bara allir dagar hóteldagar. Þannig að maður er ekkert voðalega sorry yfir að vera að vinna um helgi eða eitthvað af því maður fattar það ekki fyrr en maður kemur heim.

Svo á morgun er dagur 4/10 í garðyrkjunni, gaman að vita hvaða kerlingajobb ég verð sett í þann daginn, sá í gær að það er búið að planta öllu fyrir framan amtbókasafnið þannig að ég fer líklega að gera eitthvað nýtt og spennandi.

mánudagur, júní 14, 2004

Katrín Ásta Bjarnadóttir og Helga Hrund Þórsdóttir

sunnudagur, júní 13, 2004

ég á svo yndislega vini að það hálfa væri nóg, og ég held að það sé alveg orðið tímabært að ég fattaði það.
Oh ég hlakka svo til að komast út í Grímsey á eftir, það verður ferlega skemmtilegt, Rannveig sagði mér í gær að stelpurnar hefðu mestar áhyggjur af því hvar Tenór minn ætti að vera úr því hann mætti ekki koma með í flugvélinni, þær eru svo mikil yndi og ég get ekki beðið eftir að hitta þær.
Svo er ég að fá fráhvarfseinkenni af að hafa ekki hitt Helgu mína og Sunnu litlu alltof lengi finnst mér, stefni reyndar að því að fara suður næstu helgi en það á aðeins eftir að koma í ljós hvernig það gengur.

Ég sá aðeins af Ophru í gær, sem er í sjálfu sér kannski ekki fréttnæmt þó það gerist sjaldan, en þar var verið að tala við fólk úr Íraksstríðinu sem hafði verið fangað og pyntað og eitthvað. Og þau voru að tala um að þau myndi skrá sig aftur í herinn "because freedom isn´t free" þú sem sagt þarft að borga fyrir frelsið með því að verja landið þitt og liðið missti sig í fagnaðarlátum. En hvernig er samt hægt að segja að frelsið þurfi að greiða fyrir með hernaði? Hvaða frelsi er það fyrir aðra í heiminum en USA? nú er ég kannski að pæla í fleiri löndum en bara Írak, en mér finnst þetta mjög skrýtin hugsun að finnast það eðlilegt að þurfa að myrða saklaust fólk í öðrum löndum til að vernda frelsið í sínu eigin??? Ef einhver getur útskýrt þetta fyrir mér þá by all means.

Og talandi um hugsun sem maður skilur ekki, þá var verið að segja mér í gær frá Rússlandi og stelpur sem fara í háskólanám þar komast af með því að stunda vændi og þær einmitt skyldu ekki spurninguna hvort þeim fyndist ekkert athugavert við að vinna svona fyrir sér. Hvernig gat eitthvað verið athugavert við að geta gengið í skóla, eiga þak yfir höfuðið og svona, fyndið hvað menning er geggjað öðrusísi.
Í Rússlandi er hótelunum reyndar gefnar stjörnur eftir því hversu góðar hórur þau eru með, spurning um að leggja fram breytingartillögur á næsta starfsmannafundi hjá KEA?? (ætli það séu haldnir starfsmannafundir hjá KEA?)

föstudagur, júní 11, 2004

Það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast, það er bara búið að vera brjálað að gera og er enn. Annars gengur nú allt sinn vanagang, ég er furðulítið að fríka út yfir því að vera búin að festa mig í sömu vinnunni fram á næsta haust, bara búin að taka eitt kast á Skara minn greyið.
Best að birta smáauglýsingu hérna, mig dauð vantar einhverja góða vinkonu til að kjafta við þegar ég er búin í vinnunni í kvöld, er alveg að springa og er ekki viss um að Skari minn greyið meiki meira :):)