Hvernig væri að taka kennslu á þjóðsöngnum inn í námsskrá grunnskólanna? bara smá hugmynd sko. Ég er svo sveitaleg finnst að þegar verið er að spila þjóðsönginn fyrir landsleiki og svona þá eigi fólk að syngja með. Reyndar eru stelpurnar í fótboltanum að standa sig miklu betur í þessu en strákarnir. Mér finnst þetta bara vera atriði upp á lúkkið. Lið þar sem allir söngla með þjóðsönginn virka bara miklu betur á mig og ég ber meiri virðingu fyrir þeim fyrir vikið. En þessir bévítans guttar eru nú svo ferlega góðir með sér að það er ekki nema von að þeir geti lagst svo lágt að syngja ;)
Grána 27
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Vá hvað maður getur verið latur að blogga, ekki það að það sé ekki nóg annað að gera, það er nefnilega svo skrýtið að þegar það er mikið að gera þá lætur maður alltaf það sem manni finnst skemmtilegt sitja á hakanum. Heilsan hjá mér hefur verið þannig síðasta mánuðinn að ég hef rétt drattast til að gera það allra nauðsynlegasta, sem felur í sér að mæta í vinnunna og hitta hópana mína í skólanum. Hef ekki gert handtak á heimilinu í margar vikur, eins og fer bráðum að sjást af götunni:)
En deadlinið fyrir því að gera eitthvað er náttúrulega stórafmæli bóndans 26. nóv. þá verður haldið eitthvað gigg og þá er nú betra að vera aðeins búin að rutta til í öllu bévítans draslinu.
Annars er ég solldið að velta þessu Þórólfs máli fyrir mér, finnst ekki sanngjarnt að gera hann einan persónulega ábyrgan sem markaðsstjóra hjá einu af þremur fyirrtækjum. Hvað eru forstjórarnir að gera í dag? hvers vegna er ekki gerð harðari aðsúgur að þeim? Er hrædd um að það sé veriðað hengja bakara fyrir prest (eða hvernig sem maður segir þetta) í þessu máli.
Svo vil ég líka bara segja að Bandaríkjamenn eru fífl að kjósa hálfvitann hann Bush aftur, en við ættum nú að þekkja þessa efnishyggju hérna á Fróni, þar sem Dabbi djöfull er kosinn ár eftir ár. Bottomlinið s.s. að bandaríkjamenn eru þvímiður ekkert skárri en Íslendingar, eða öfugt.
En deadlinið fyrir því að gera eitthvað er náttúrulega stórafmæli bóndans 26. nóv. þá verður haldið eitthvað gigg og þá er nú betra að vera aðeins búin að rutta til í öllu bévítans draslinu.
Annars er ég solldið að velta þessu Þórólfs máli fyrir mér, finnst ekki sanngjarnt að gera hann einan persónulega ábyrgan sem markaðsstjóra hjá einu af þremur fyirrtækjum. Hvað eru forstjórarnir að gera í dag? hvers vegna er ekki gerð harðari aðsúgur að þeim? Er hrædd um að það sé veriðað hengja bakara fyrir prest (eða hvernig sem maður segir þetta) í þessu máli.
Svo vil ég líka bara segja að Bandaríkjamenn eru fífl að kjósa hálfvitann hann Bush aftur, en við ættum nú að þekkja þessa efnishyggju hérna á Fróni, þar sem Dabbi djöfull er kosinn ár eftir ár. Bottomlinið s.s. að bandaríkjamenn eru þvímiður ekkert skárri en Íslendingar, eða öfugt.