miðvikudagur, september 22, 2004

Ég var að taka smá bloggrúnt eftir alltof langa pásu og er margs vísari, en að öðrum bloggurum ólöstuðum þá grenjaði ég af hlátri yfir bloggunum frá Önnu Lilju, mér finnst hún bara bráðfyndin, fékk tár í augun og allt.

Annars er ég formlega, opinberlega, þinglýst, skuldabréf samþykkt o.fl o.fl. orðin stór húseigandi eða Baronin eins og ég kýs að láta kalla mig þessa dagana. Já við Skari skelltum okkur bara í að kaupa Gránu gömlu eins og hún leggur sig, ætluðum að byrja á neðri hæðinni en þetta var allt eitthvað svo mikið moj að ég vildi endilega bara kaupa allt heila klabbið og það kom bara rosavel út fyrir okkur. Þannig að nú vantar bara erfingjann og skutbílinn (því hundinn eigum við sko). En allar skelfilegu sögurnar sem þið hafið heyrt af fasteignasölum eru sannar og þeir rýja ykkur inn að skinninu fyrir að gera ekki rassgat án þess að blikna, djöfulls óþjóðalýður og aumingjar.

laugardagur, september 18, 2004

Jæja nú er verið að shæna sig til að komast á Októberfest, í dag er sko fyrsti dagurinn og bæjarstjórinn slær fyrsta kranann í fyrstu tunnuna kl.12, en Óskar og Rúnar eru fóru af stað uppúr 9 í morgun til að vonandi fá borð og við Kristín erum á leiðinni núna. Þannig að það verður gegðveikt stappað.

En aðallega er ég að skrifa til að óska Bjarkey og Gumma til hamingju með litlu stelpuna sem lá svona á að komast í heiminn og Ingibjörgu minni með litla strákinn sinn. Jájá allt að gerast í þessum barna málum.

Liebe Gruesse an alle von Oktoberfest!!!!

þriðjudagur, september 07, 2004

Djöfull skemmti ég mér vel á gangnaballi í Höfða maður, langt um skemmtilegast að detta bara inn, þetta var ekkert planað eða neitt og ég fór bara án Skara míns (sem kom seint og illa að sækja okkur) með Sigrúnu og Gulla og það var bara geggjað gaman. Man aldrei eftir að hafa dansað hvorki eins "vel" eða við eins marga og það var bara geggjað stuð, eftir að mesta þynnkan leið úr mér uppúr hádegi á mánudaginn þá var ég bara til í annað ball sko.
Annars er bara andlegur undirbúningur fyrir ferð til þýskalands á sunnudaginn, ferlega verður það gaman, nú get ég bara ekki pikkað meira, er búin að vera heillengi að þessu af því ég er ekki alveg búin að læra á nýju neglurnar mínar. Jájá skráið þessa dagsetningu hjá ykkur, það var dagurinn (5-8 árum seinna) sem Auður lét loksins verða af því að fá sér gervineglur, þökk sé Evu, Selmu og Helgu.