sunnudagur, maí 30, 2004

Jæja rússibaninn (geðslagið í mér) er á uppleið núna, eftir alveg hreint einstakt kvöld í gær með tengdamömmu er ég öll miklu betri. Við nefnilega björguðum heiminum og rúmlega það í gærkvöldi, allavega leið okkur þannig þá, björguðum rollu og tveimur gimbrum hennar sem hafa verið nefndar Ásta og Sigga, ( ekki segja mömmu það samt að við séum búnar að nefna þær því það er einhver hjátrú hjá henni um að það eigi ekki að nefna lömb fyrr en þau koma af fjalli, það geta nefnilega verið ansi margir álfar þarna í inndalnum).

Svo var vinnudagurinn fínn í dag og fórum í fermingarveislu og afmælisveislu og héldum matarboð þannig að maður er mjög vel étinn núna og ég sé rúmið mitt alveg í hyllingum.

föstudagur, maí 28, 2004

Ég held að miðað við ástandið síðustu daga þurfi ég að breyta adressunni hérna í kvíði.is eða jafnvel taugaveiklun.is, er bara í geðveiku ójafnvægi eitthvað. En það er nú líklegra en ekki að það líði hjá þannig að nú ríður á að halda ró sinni. Fékk mjög svo skemmtilegt símtal áðan þar sem var verið að tilkynna hvenær 10. bekkjar reunionið er ís umar. Ég vissi að eitthvað af þessu liði myndi standa sig og það eina sem ég þarf að komast að er hvort eitthvað sé hægt að fiffa vaktirnar þarna á Norðurlandi.

Já ég er í starfsþjálfun til að verða ungrfrú Norðurland og það er gert ráð fyrir að ég taki við tittlinum 11. júní, mjög spennandi tími framundan og ég vona bara að mér takist að stuðla að friði í heiminum meðan ég ber þennan titil og svo hef ég líka rosalega mikinn áhuga á að ferðast og vera með vinum mínum og kærastanum ;) ;)

fimmtudagur, maí 27, 2004

Jæja fyrstu vinnudagarnir búnir og þeir eru bara alveg ágætir, þarf ekki að vinna allan daginn þannig að ég hef tíma til að liggja aðeins í sólbaði í þessari blíðu hérna og dúlla mér.

Annars á ég samkvæmt henni Mörthu minni að vera að komast í betri tengsl við kvenleikann í mér og finna fyrir konunni í mér og meira svona bla bla, hvernig í andskotanum á það eiginlega að vera hægt þegar fína KEA lætur mann vera í skyrtum af mömmum þeirra sem stofnuðu félagið 1944 og vestum sem ekki einu sinni bankastarfsmenn myndu láta bjóða sér (og þá er nú mikið sagt), mér líður svona álíka kvenlegri og áburðarpoka.

Svo er náttúrulega að óska Þór og Stellu til hamingju með litlu stelpuna sem fæddist í gær, voða sæt og fín með geggjaðann krullaðan lubba, er reyndar bara búin að sjá myndir en fer kannski upp á deild á eftir með frændanum.

mánudagur, maí 24, 2004

Ég byrja að vinna á morgun og partur af mér er alls ekki að nenna því en mig hlakkar líka til, er bara soddan fiðrildi að ég er dauðhrædd að vera búin að binda mig í rúmt ár í sömu vinnunni.

Sá fyrirtækið sem ég á að vinna hjá í starfsnáminu áðan og fékk geggjað í magann, (við Helga vorum að labba í Brynju í góða veðrinu og fá okkur ís) þetta eru nefnilega algjörir gaurar og hversu illa á ég eftir að fitta þarna inní. Þetta er svona verktakafyrirtæki sem leggur hellur og vinnur alls konar svona garðverk og ég held að það vinni bara strákar þarna og þeir eru mikið í Shell hjá Óskari. Og eins og alþjóðveit þá eru bensíntittarnir hinar mestu kjaftskjóður og bera þvílíku sögurnar út og þeim er sagður allur andskotinn. Þannig að ef ég geri mig að fífli fyrir framan þessa gaura þá á Óskar eftir að vita af því áður en ég kemst heim til þess að segja honum það. Fokk it það á eftir að vera gert svo mikið grín að mér að það er hræðilegt.
Ég hef eiginlega þrennt um að velja, eitt er að vera bara með teipað yfir brjóstin og vera bara geðveikt karlaleg og og reyna að fitta bara geðveikt inní með fimmaurabröndurum og svona, eða að vera bara á sandölunum, í bleikum hlírabol og með skoru dauðans og reyna að koma mér undan öllu og liggja bara í sólbaði. Eða kosturinn sem ég ætla líklega að velja, að vera bara hæfilega mitt á milli og sanna mig fyrir þeim án þess að ganga frá mér og mæta stundum í hlírabol innan undir til að geta sólað mig aðeins.
En eins og ég segi þá held ég að þetta verði mjög fróðlegt og ég á eiginlega von á því versta.

laugardagur, maí 22, 2004

Hvad á thessi rigning hérna í Danmørku ad thýda? Vid erum búnar ad hafa thad mjøg fínt hérna thrátt fyrir skítakulda, er samt alveg ad verda til í ad koma heim og hef ekki hugsad mér ad fara lengra en 100 metra frá karlinum mínum í allt sumar.
Letibykkjan ég er heldur ekki ad nenna ad fara ad vinna í næstu viku en thad reddast ørugglega.

Ég er alveg ofbodslega óánægd med skólaeinkunnirnar mínar thessa ønnina og thær eru ekki mjøg hvetjandi fyrir mann til ad halda áfram, fokk madur hvad ég er fúl.

En thetta verdur ekki lengra frá Danmørku í thetta skiptid.

sunnudagur, maí 16, 2004

Þetta verður nú frekar stutt blogg, búin að vera löng og ströng en æðisleg helgi og minns er að deyja úr þreytu (og smá þynnku). Eiginlega segir bloggið hennar Bjarkeyjar í dag allt sem segja þarf um afmælispartýið mitt í gær.
Drykkjuleikurinn hans skara míns sló í gegn og allir voru bara í roknastuði, ég elska afmælispartýin mín og skemmti mér manna best, og það var sko hörð samkeppni um hver skemmti sér best:)

miðvikudagur, maí 12, 2004

Já það er nú óhætt að segja það að maður sé í góðu yfirlæti hjá tengdamömmu sinni í Kópavoginum, kallinn hennar toppaði það með því að bjóða okkur út að borða áðan á Ítalíu, þar var léttur nostalgíufílingur í gangi, hef ekki borðað þar síðan ég var í 10 bekk, sem er MJÖG langt síðan, eða 10 ár. En ég er hérna í rosa góðu yfirlæti, þykist vera að teikna á milli þess sem ég bruna austur í Hveragerði og þræla mér út við að leggja hellur í starfsnáminu.
Ekki að stóra Hveragerðismálinu sé lokið, ó nei því þær kellur sem eiga börn eru víst með frjálsa mætingu, alla vega virðast þær ekki hafa séð sér fært að mæta nema 2 daga af heilum 4, shitt hvað mig langar að bilast yfir því.
En núna er bara morgundagurinn eftir og þá er starfsnámið búið og ég þarf ekki að sjá þessar herfur í allt sumar, JIBBÝ!!!!

þriðjudagur, maí 11, 2004

Já nú fer heldur betur að halla undan fæti hjá manni, orðin 25 ára. Ég man ennþá mjög vel þegar manni fannst tvítugt fjarlægur draumur, scheisse.
En allavega þúsund þakkir til allra sem hringdu eða sendu mér kveðjur, fékk fullt af skemmtilegum kveðjum frá flestum sem á átti von og miklu fleirum líka. Svo er bara skólinn að verða búinn, partý, Danmörk og vinna. Já ég er búin að fá vinnu og er því "örugg" næstu misseri.

laugardagur, maí 08, 2004

Já nýjasta grímseyska snúllan fékk bara alveg sinn eigin afmælisdag, hún fæddist sem sagt í morgun eftir vægast sagt langa bið, en hún er nú svo krúttileg að það var vel biðarinnar virði. ég er nú alltaf frekar orðlaus yfir svona undrum eins og barnsfæðingum, æi ég veit það ekki þær eru bara eitthvað svo heilagar finnst mér að maður getur ekki farið að skipta um umræðuefni, þess vegna ætla ég ekki að blogga neitt meira í dag heldur bara að njóta síðasta kvöldsins þar sem ég er 24 ára.

fimmtudagur, maí 06, 2004

Vá hvað ég reitti eina úr hyskinu til reiði áðan, þetta snýst sem sagt um svokallaða stóra Hveragerðismáli. Þær 3 sem eiga börn hérna á svæðinu eru alveg brjálaðar yfir að þurfa að fara austur í Hveragerði og finnst ekki vera búið að koma nægilega til móts við þær og svo framvegis, meðan allavega mér og fleirum finnst jafnvel búið að koma of mikið til móts við þær. Allavega þá finnst mér að fólk sem á börn geti ekki gert ráð fyrir því að geta stundað námið eins og þeir sem ekki eiga börn. Ég veit ekki hvort ég er að kalla yfir mig reiði guðanna eða hvað, en allavega þá myndi ég geri ráð fyrir því að þurfa að færa fórnir ef ég ætti börn og kysi það að vera í námi.
Ekki það að mér finnist þessi skóli neitt frábær og mjög margt sem mætti betur fara, vonandi breytast hlutirnir þegar allt verður uppstokkað í haust og maður gerir sér jafnvel vonir um að þjónustustigið verði allavega eitthvað. Til dæmis var ég að kvarta yfir því við tölvustýruna að ekki væri hægt að komast inn á msn, þá sagði hún að hún yrði bara fúl á móti þegar margir kvörtuðu yfir svona smámunum. Ég var svo hissa að ég gat ekki einu sinni svarað henni, kannski eru svona margir að kvarta af því þetta er ekki smámál fyrir þeim og svo viðurkenndi hún að þetta væri ekkert mál, þyrfti bara að fara í allar tölvurnar og þær eru seríösly ekki svo margar !!!!!

Maður er svo fyndinn, frestar öllu fram á síðustu stundu, til dæmis átti ég með eindæmum góða kvöldstund í gær með nöfnu minni hérna á Nesinu. En við erum búnar að vera meira og minna (aðallega minna) í sama smáþorpinu í allan vetur og hisst afar sjaldan en í gær var að duga eða drepast af því það var síðasta kvöldið mitt hérna, í bili allavega. Og í tilefni af því þarf ég að drífa mig aftur í Borgarnes til að kaupa konugjöf handa Evu minni yndislegu og bjóða henni eitthvað að borða.

Yfir og út frá Hvanneyri þetta skólaárið!!!!!!

þriðjudagur, maí 04, 2004

Var búin að blogga slatta í gær en klúðraði því einhvern veginn út aftur. Er á Hvanneyri núna í starfsnámi og skemmtilegheitum, erum að mæla á fullu úti, fyndið að vera að gera það sem maður var alltaf að hjálpa pabba gamla með þegar maður var lítill, en núna er þetta allt útskýrt fyrir manni og maður veit hvað maður er að gera, ekki bara viljalaust verkfæri lengur.

Annars komu upp smá umræður í gær þar sem drottningunni á staðnum og hennar hyski var andmælt í heyranda hljóði, það var alveg magnað fannst mér. Mjög gaman að heyra að þetta er ekki bara maður sjálfur heldur eru fleiri sem taka eftir þessu.

Svo eru náttúrulega aðalfréttirnar að enn er beðið eftir Rannveigu með litla bumbubúann sinn, við tengdamamma fórum saman norður um helgina, áttum mjög góða dag þó allt væri með kyrrum kjörum hjá Rannveigu. Litlu snúllurnar hennar eru svo yndislegar að það hálfa væri nóg.